Davíð, Halldór og Eiríkur Tómasson

Jæja, Halldór Ásgrímsson sagði margt athyglivert á 365 miðlum í dag, í hádegisviðtalinu. Þar ítrekar hann, að Ísland skuli í Evrópusambandið og eigi að fara þangað inn hið fyrsta -- ef ég hef skilið hann rétt. En þar er sömuleiðis rætt um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Segir svo á netmiðli 365:

Halldór og Davíð Oddsson mynduðu ríkisstjórn á vordögum 1995 eftir að upp úr slitnaði í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Um aðdraganda þeirrar ákvörðunar segir Halldór að sameiginlegur vinur þeirra, Eiríkur Tómasson lagaprófessor, hafi haft milligöngu um viðræður þeirra. „Við hittumst á Þingvöllum að ég held um páska, ef ég man rétt, og áttum þar góða stund og lögðum þar grunninn að þessu farsæla samstarfi sem varð síðan á milli flokkanna og stendur enn," sagði Halldór.

Ég man þetta nú ekki náið, en ég held þó að þegar Davíð og Halldór hittust á Þingvöllum, greinilega að undirlagi Eiríks Tómassonar, og ræddu málin, hafi ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks enn verið við völd. Báðir gengu svo eðlilega óbundnir til kosninga, en það varð fljótt ljóst, að þessir tveir menn höfðu ákveðið að "búa saman" í Stjórnarráðinu næstu fjögur árin, a.m.k.

Miðað við upplýsingar um hvernig ástandið var á stjórnarheimili viðreisnarstjórnarinnar kemur þetta ekki á óvart. Að því að mér skilst, voru kratarnir orðnir nánast óbærilegir í samstarfi, fyrir utan að þeir voru að skipta hverjir öðrum út. Þar að auki var pólítík kratanna ekki að ganga upp og ljóst yrði, að þeir myndu ekki halda fengnum þingmannahlut. Því var eðlilegt hjá Sjálfstæðisflokknum að leita hófana annars staðar, þar sem grundirnar voru grænni.

Ég held ég hafi aldrei hitt Eirík Tómasson persónulega, en ef ég verð þeirrar ánægju ánjótandi á komandi misserum, mun ég þakka honum kærlega. Fyrir þetta ætti hann skilið að fá góða fálkaorðu, því "Eiríksstjórnin" hefur heldur betur snúið við blaðinu og bætt íslenskt samfélag meira og betur en áður hafði þekkst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband