Sunnudagur, 31. desember 2006
Áramótaannáll Múrsins
var svoldið mikið pólítískur, eins og ætla mátti. En engu að síður drepfyndinn á köflum fyrir okkur hina, sem ekki eru sósíalískt rangtþenkjandi. Mig langar hér til að birta "flokka" Múrsins, með lagfæringum (mínar breytingar eru með skáletri)
Þekkingarvera ársins: Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins er enn á leið til okkar hinna ofan af þekkingarstiga sínum.
Iðrun ársins: Fáir komust með tærnar þar sem Árni Johnsen hafði hælana.
Sætasta stelpa ársins: Sú sem ekki fór heim af ballinu með Geir Haarde.
Misskilningur ársins: Samfylkingin.
Næstmesti misskilningur ársins: Þegar Jón Baldvin hélt að einhver vildi í raun og veru hlusta á hann tala.
Uppreist ársins: Strákurinn sem fékk pening í fermingargjöf og fór á Goldfinger.
Stjórnmálauppvakningur ársins: Árni Johnsen sneri aftur við mikinn fögnuð Færeyinga. Finnur Ingólfsson reyndi hið sama og uppgötvaði að umburðarlyndinu eru takmörk sett.
Samsæri ársins (þið heyrðuð það hérna fyrst): Þegar örvæntingarfullir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins reyndu að gera Árna Johnsen að sendiherra í Færeyjum. Fór út um þúfur þegar Færeyingar bönnuðu hómófóbíu.
Blaðafulltrúi ársins: Múrinn. Er enn að reyna að láta sósíalisma líta vel út...og gengur bara vel miðað við hversu ómögulegan málstað er verið að verja..
Hvalur ársins: SME: http://hvalur.blog.is Er jafnvel eins og hvalur í laginu.
Blaðamannafundur ársins: Þegar sme og gme mættu í afmæli hvors annars, og hvorugur var á staðnum.
Samningur ársins: Samningur Halldórs og Guðna um að þeir ættu báðir að hætta nema Guðni.
Röksemdafærsla ársins: Stefna Samfylkingarinnar. Enginn skilur hana, og ekki frambjóðendurnir sjálfir.
Næstbesta röksemdafærsla ársins: Stefna Vinstri-grænna. Allir skilja hana, en fæstir skilja hvað er svona gott við hana.
Vanmetnasti snillingur ársins: Sigurjón M. Egilsson, (fyrrverandi) ritstjóri Blaðsins. Gott að vera farsæll blaðamaður og ritstjóri, og kunna ekki að skrifa á íslensku.
Víðsýni og menntun ársins: Guðfinna Bjarnadóttir.
Mest traust ársins: Þjóðin á þingflokki Samfylkingarinnar. (hehe!)
Leki ársins: Ræður Jóns Bjarnasonar á Alþingi. Slíkt stórfljót mætti hugsanlega virkja.
Sannasta slagorð ársins: Sömu gömlu kommarnir í VG. Sjaldan hefur slagorð verið jafn satt.
Staksteinar ársins: Þeir náðu mestum hæðum og geðshræringum þegar rætt var um hleranir í kalda stríðinu.
Lengsta bros ársins: Brosið á Birni Inga sem hélt frá febrúar fram í maí og náði 6% að lokum.
Spilling ársins: Þegar Ágúst Einarsson smyglaði sér inn í hið eftirsótta og hálaunaða starf að vera rektor við Háskólann á Bifröst.
Þreyttasta orð ársins: Prófkjör..
Prófkjör ársins: Þegar VG hélt prófkjör í þremur kjördæmum, og fékk færri til að kjósa, þrátt fyrir smölun, en mættu á kaffiboð Heimdellinga.
Atvinnumiðlun ársins: Framsóknarflokkurinn í Reykjavík.
Eineltisfórnarlamb ársins: VG. Finnast óþægilegar staðreyndir vera að leggja sig í einelti..
Kaffiboð ársins: Kaffiboðið sem Ólafur F. bauð Sjálfstæðisflokknum í Reykjavíkurborg í og enginn mætti. Á meðan Ólafur fékk hvorki vott né þurrt drukku Sjálfstæðismenn kaffi með brosi ársins.
Eip ársins: Pissandi listaskólanemendur unnu nauman sigur á þeim félögum Rassa prump og Hitler.
Bók ársins: Stefnuskrá Samfylkingarinnar. 1. bls., þar sem segir: Capacent: Sími 5401000.
Maður ársins sem er sonur fyrrverandi stjórnmálaleiðtoga: Gestur Svavarsson, fyrir að brjóta prófkjörsreglur VG. Allavega ekki Glúmur Baldvinsson.
Magni ársins: Það var hann Magni. Allavega ekki Silvía Nótt.
Maður ársins að mati Time: Íslenskir spunameistarar sem fóru að blogga um sjálfa sig og vini sína.
Sjálfsmorð ársins: DV dó tvisvar.
Sólbaðsstofugestur ársins: Jón Magnússon.
Myndarlegasti lögmaður ársins: Jón Magnússon.
Nýbúavinur ársins: Jón Magnússon.
Nýbúi ársins: Lögregluhetjan Hallgrímsson í Erninum sem Danir og allur heimurinn getur nú uppfræðst af um hina alkunnu íslensku fylgjutrú.
Birta ársins: Þegar Andri Snær tók rafmagnið af Reykjavík án þess að neinn tæki eftir því.
Fattleysingjar ársins: Þeir sem notuðu tækifærið og skutu upp flugeldum þegar rafmagnið fór af.
Bitrustu bókmenntatúlkanir ársins: Sósíalískir þverhausar að skrifa um bækur Friedmanns.
Sjálfstæðismaður ársins: Gísli S. Einarsson, nýr bæjarstjóri á Akranesi.
Samfylkingarmaður ársins: Hann þarna óþekkti þingmaðurinn sem þagði í ræðustól og vill bara vera í flokknum ef hann fær að vera á þingi.
Sterkasti listi ársins: Allir ótrúlegu sterku listarnir sem komu upp úr kössunum í prófkjörum ársins.
Flóknasta flokksskrá ársins: Stóra flokksskráin sem Guðlaugur Þór fékk einn að nota.
Margboðaðasta nýframboð ársins: Þar vann Akureyrarframboðið eftir harða keppni við framboð öryrkja, aldraðra, nýbúa og Framtíðarlandið.
Skopparakringlur ársins: Ritstjórar Blaðsins lifðu skemur en barirnir í Austurstræti.
Eilífðarmál ársins: Nöldur sósíalista út af Íraksstríði, virkjunum og álverum.
Rómantíker ársins: Rómantíkurnar í bókmennaleshring Femínistafélagsins.
Gamansemi ársins: Guðni í afmæli Hemma...þetta verður ekki toppað.
Hegðunarvandamál ársins: Virkjunarandstæðingar á Austfjörðum.
Hlerari ársins: Steingrímur Sævarr sem allt veit á undan öllum.
Hlerunarþoli ársins: Jón Baldvin sem staðhæfði að hann hefði verið hleraðastur af öllum.
Sagnfræðingur ársins: Jón Sigurðsson fann út að Framsóknarflokkurinn hefur ekki rekið stóriðjustefnu eða stutt Íraksstríðið. Þetta kallar maður uppljóstranir.
Ímynd ársins: Hin nýja og bætta ímynd formanns Framsóknarflokksins.
Söguleg upprifjun ársins: Guðni Th., þegar hann taldi við hæfi að rifja upp, að kommúnistar væru á vegum erlends stórveldis. Það vita allir.
Halldór Ásgrímsson ársins: Ásgrímur Halldórsson.
Fátæklingur ársins: Múrinn. Hafa ekki efni á að kaupa sér nýtt útlit á síðuna.
Hvalreki ársins: Þegar sme fór að blogga og strandaði oftar en ekki á staðreyndum.
Náttúruverndarstefna ársins: Ítarleg skýrsla Samfylkingarinnar, Fagra Ísland. Tímamótarit í merkri sögu Samfylkingarinnar.
Náttúruverndarsinni ársins: Smári Geirsson, formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Hresselíus ársins: Magnús Þór Hafsteinsson. Hvenær brosti hann síðast?
Fúllámóti ársins: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri nýja blaðsins sem ætlar alltaf að vera á móti.
Nafnbreyting ársins: Þegar Íslandsbanki hét skyndilega Glitnir. Eða var það þegar KB-banki hét skyndilega Kaupþing?
Staðfesta ársins: Landsbankinn heitir ennþá Landsbankinn en ekki LB-banki eða Bílalán ehf.
Norðmaður ársins: Geir Haarde. Hann komst einhvern veginn hvergi annars staðar að þannig að þessi flokkur er sérsniðinn fyrir hann.
Stýrivaxtahækkun ársins: Þessi sem Davíð Oddsson ákvað á síðustu stundu, í tilefni af því að Halldór Ásgrímsson sagðist ekki sjá rök fyrir því að Seðlabankinn hækkaði vextina frekar að svo stöddu.
Spútnik ársins í sunnlenskum stjórnmálum: Eyþór Arnalds sýndi og sannaði að hann er verðugur arftaki Árna Johnsens, Eggerts Haukdals og Gunnars Örlygssonar.
Ævisagnaritari ársins: Óttar M. Norðfjörð sem gaf út ávöxt þrotlausra rannsókna sinna á ævistarfi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.
Smellnustu auglýsingar ársins: Auglýsingarnar um stóra m og litla b.
Dýr ársins: Fuglarnir sem Einar K. Guðfinnsson og Samúel Örn Erlingsson drápu í leyfisleysi í Grímsey á Steingrímsfirði.
Villibráð ársins: Gúbbinn þarna sem Dick Cheney skaut í andlitið á veiðitúr.
Blóðþorsti ársins: Blóðbankinn.
Fagmennska ársins: Þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins um leið og fyrrverandi aðstoðarmaður ritstjórans var gerður að yfirmanni hans hjá 365 fjölmiðlum.
Kosningatúlkun ársins: Þegar Samfylkingin sagðist hafa sigrað í borgarstjórnarkosningunum.
Fyrirsögn ársins: Tafarlaus tvöföldun strax.
Slagorð ársins: Smellna Samfylkingarslagorðið þar sem smábær var látið ríma við frábær.
Hafnarfjarðarbrandari ársins: Samfylkingin.
Helstu afrek Dorritar á árinu: Hún var kosin kona ársins af ýmsum fjölmiðlum.
Her ársins: Þessi þarna sem fór.
Vísindatilraun ársins: Þegar reynt var að lækna sósíalismann með því að kalla hann jafnaðarstefnu. Hvorugt virkar.
Mismæli ársins: Allar ræður Ingibjargar Sólrúnar..
Hefnd ársins: Þegar Samfylkingin ákvað að hefna sín á þjóðinni með því að bjóða fram í næstu kosningum..
Athugasemdir
Hérna.... áttu leiðréttingarnar að vera fyndnar?
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 31.12.2006 kl. 18:14
Nei, ekki fyndnar. Múrararnir sáu um fyndnina, ég reyndi bara að snúa út úr.
Snorri Bergz, 31.12.2006 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.