Eru Reyknesingar gengnir af göflunum, eða...?

Síðustu mánuði og ár hafa fréttir verið áberandi um ofbeldi og slagsmál í Reykjanesbæ, en slíkir atburðir hafa oftast verið í sambandi við skemmtistaði bæjarins. Ég hef engar tölur við hendina um fjölda alvarlega ofbeldisverka í gömlu Keflavík, en mér þykir ljóst, að hvergi á Íslandi sé eins hátt hlutfall alvarlegra líkamsárása og þar.

Þetta er auðvitað óviðundandi, eins og gefur að skilja. Þessi friðsami staður er orðinn einskonar vestrabær, þar sem menn skeyta lítt um lögin, en fara sínu fram þegar kvölda tekur og Bakkus hlýðir á blót fylgjenda sinna. Maður hlýtur að spyrja sig þeirrar spurningar, hvers vegna hlutfall grófra líkamsárása sé svona hátt á þessu svæði? Getur verið, að skemmtistaðir bæjarins séu að gera eitthvað mjög, mjög vitlaust, eða þá að þarna sé komin upp einhvers konar verbúðarstemning? Eru kannski Reyknesingar drykkfelldari en aðrir, eða ofbeldishneigðari? Eða er einhver önnur ástæða þarna að baki?

 

 


mbl.is Alvarleg líkasmárás í Keflavík í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband