Hanaspáin 2007: íslensk stjórnmál

Kosningar 2007:

Sjálfstæðisflokkurinn vinnur stórsigur í þingkosningunum 2007 og fær tæp 40% atkvæða. Vinstri grænir vinna einnig góðan sigur og fá 22% atkvæða, ásamt Samfylkingunni, sem bíður afhroð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir af sér formennsku. Frjálslyndir fá tæp 10% atkvæða, Framsóknarflokkurinn rekur lestina og fær engan þingmann kjörinn beint í Reykjavík, en Jónína Bjartmarz kemst inn sem uppbótarþingmaður. Framsóknarmenn fá nú aðeins kjörna þingmenn úr sveitakjördæmunum.

Formannsskipti verða í þremur flokkum. Eftir miklar deilur í Samfylkingunni verður málamiðlunarkandidat kosinn formaður flokksins. Margrét Sverrisdóttir verður formaður Frjálslynda flokksins; Jón Magnússon hverfur á braut. Jón Sigurðsson segir af sér formennsku og Birkir Joð tekur við.

Þremur dögum eftir kosningar verður mynduð meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Geir Haarde verður forsætisráðherra. Sturla Böðvarsson og Björn Bjarnason ganga úr ríkisstjórn, og inn koma Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson. Steingrímur Joð verður fjármálaráðherra, Ögmundur Jónasson félagsmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra, Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra.

Kristinn H. Gunnarsson fellur af þingi og verður trillukarl í Bolungarvík. Björn Bjarnason verður ritstjóri Morgunblaðsins. Árni Johnsen segir sig úr þingflokki sjálfstæðismanna, en heldur áfram að styðja stjórnina. Tími Jóhönnu Sigurðardóttir kemur ekki að sinni. Það mun gusta um Jón Baldvin Hannibalsson, sem hverfur smám saman af sviðinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tekur við stjórnunarstöðu hjá Baugi Grúpp.


mbl.is Sjálfstæðismenn fengju meirihluta í borginni samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband