Sunnudagur, 31. desember 2006
Hanaspáin 2007: íþróttir
Enski boltinn:
Allt gengur á afturfótunum hjá Chelsea. Mourinho og Abramovich rífast og í kjölfarið hverfur sá portúgalski frá félaginu á vordögum. Við tekur Sven Göran Eriksson, sem byrjar á því að fá David Beckham til félagsins. Man Utd fagnar meistaratitli, Arsenal og Liverpool komast í Meistaradeildina, eftir hörku baráttu við Bolton. Watford, Sheffield United og Middlesbrough falla, eftir mikla dramatík. Upp koma Birmingham, Stoke og Derby. Christiano Ronaldo er valinn leikmaður ársins.
Helstu félagaskipti: Chelsea fær Beckham á frjálsi sölu frá Real Madrid. Kaupir Micah Richards fyrir um 20 milljónir punda frá Man. City. Man Utd kaupir sóknarmann frá Ítalíu. Liverpool kaupir Johnny Heitinga frá Ajax til að styrkja vörnina. Vandræði skapast með makaskipti Baptista og Reyes, hjá Arsenal og Real. Arsenal kaupir Sebastien Frey markvörð til að fylla skarð Jens Lehmanns. Tony Adams gerist þjálfari hjá Arsenal.
Spænski boltinn:
Barcelona nær að verja meistaratitilinn, eftir harða baráttu við Real Madrid, Sevilla og Atletico Madrid.
Íslenski boltinn:
Valur vinnur meistaratitilinn, FH verður í öðru sæti. Stjórn FH ákveður að hætta að spila í Tottenham búningnum.
Handboltinn:
Íslenska landsliðið lendir í þriðja sæti á HM. Sigra Þjóðverja í aukakeppni um þriðja sætið. Guðjón Valur Sigurðsson verður markakóngur mótsins, Ólafur Stefánsson með flestar stoðsendingar.
Valur verður Íslandsmeistari karla í handbolta.
Annað:
Guðmundur Stephensen verður valinn íþróttamaður ársins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.