Ný skoðanakönnun um fylgi flokkanna

previewRíkisútvarpið greinir frá í kvöld frá nýrri skoðanakönnun um fylgi flokkanna, (viðbót; komið á mbl.is líka) annars vegar í Reykjavík og hins vegar á landsvísu. Samkvæmt niðurstöðum hennar fær Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meiri hluta í borginni, 8 borgarfulltrúa. Samfylkingin bætir við sig 2% og fengi einn fulltrúa til viðbótar, VG héldi sínu en bæði Framsóknarmenn og Frjálslyndir detta úr borgarstjórn.

Hugsanlega fara framsóknarmenn niður í logum vegna ráðningarmálanna frægu, en mér finnst það nú engu að síður ódýrt. En ég átta mig ekki á, hvað Samfó hefur afrekað til að bæta við sig 2 prósentustigum, og Frjálslyndir til preview2að fá þó 4% fylgi, hugsanlega úr hópi þeirra innfæddra, sem búa í Fellahverfi.

Ríkisstjórnin stendur afar tæpt á landsvísu, ekki síst þar eð Framsókn er á niðurleið. Finnst mér líklegast, að þar komi til ósannfærandi formaður. Svo segir í frétt RUV:

Rétt rúmlega helmingur þátttakenda í könnuninni styður ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á landsvísu, tæp 38% - 4 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Samfylkingin er með 24% - 7 prósentustigum minna en fyrir tæpum fjórum árum. Vinstri grænir eru með tæp 19% sem er tæplega tvöfalt meira fylgi en í kosningunum. Þá hefur Frjálslyndi flokkurinn bætt sig um rúm þrjú prósentustig frá kosningum, í 11%. Framsóknarflokkurinn nýtur minnst fylgis eða tæplega 9% en var með tvöfalt meira fylgi í alþingiskosningunum 2003.

Þetta kemur í raun ekki á óvart. Samfylkingin fer eðlilega niður í logum, en heldur þó merkilega miklu fylgi. Það kæmi mér þó ekki á óvart, þótt VG færi yfir Samfó í kosningunum, eða stæði um það bil jafnt að vígi. Framsókn er að hverfa af vettvangi og Frjálslyndir eru komnir 2 prósentustigum yfir þá grænu. Þar virðast Frjálslyndir græða á innflytjendamálinu, en Framsóknarflokkurinn tapar sennilega á lélegum formanni og einhverju andleysi, ásamt því að XB virðist eiga í erfiðleikum með að fóta sig á breyttu svelli stjórnmálanna.

En a.m.k., þá virðist næsta ríkisstjórn annað hvort verða núverandi stjórnarandstaða eða þá, að annar sósíalistaflokkurinn gengur inn með Sjálfstæðisflokknum í trausta meiri hluta stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband