Jólasnjórinn

snowJá, þetta er skemmtilegt. Ég man, þegar ég var forðum í námi í Jerúsalem, að þá snjóaði aðeins einn dag fyrst eftir áramótin. Þá kom líka þessi fáránlegi kuldi, sem ég átti erfitt með að meika, enda húsið ekki vel einangrað. Maður sat í teppi, með rafmagnsofninn á fullu, bara til að halda á sér hita. Engu að síður bjó ég í tiltölulega góðu húsi, í íbúð sem Golda Meir hafði eitt sinn átt og búið í.

En hvernig ætli ástandið sé þar sem húsakynnin eru slæm? Og hvernig ætli þeir hafi það, sem verst eru staddir?

Svo vill til, að ég fór einu sinni nokkra daga í sjálfboðamennsku hjá hjálparsamtökum þarna suðurfrá og smelltum við teppum og öðru slíku til fátækra fjölskyldna; fórum með gleraugu til nærsýnna barna, reiðhjól til haltra og fótveikra barna, útdeildum mat, osfrv. Þá var aldrei spurt, af hvaða þjóðerni eða trúarbrögðum viðkomandi væri. Ef deiluaðilar þarna suðurfrá myndu hætta að skjóta hvorn annan, væri meira en nóg hægt að gera við peninginn, sem sparast mundi.

 


mbl.is Snjókoma í Miðausturlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband