Melurinn í vanda?

Jæja. Mel Gibson í vanda, enn og aftur.

Ég sló inn "Carmel Sloane" á google.is og kom þá í ljós, að fjölmiðlar víða um heim hafa tekið þetta mál upp á arma sína. Flestir segja þó sömu söguna, e.t.v. með smá tilbrigðum.

Í mörg ár hafa Melurinn og Brúsinn verið meðal minna uppáhaldsleikara. Kannski er ég bara svona macho, en ég hef haft gaman að Lethal Weapon og Die Hard seríununum. Af þeim var þó Bruce Willis einu skrefi framar, e.t.v. vegna þess að hann hefur svo kunnuglegan hárvöxt, í mínu tilviki a.m.k. Hann er síðan bara betri. Melurinn hefur aðeins sigið í vinsældum hjá mér, þegar í ljós kom, að maðurinn virðist vera rasisti -- það að vera fullur er engin afsökun. En mér hefur þó fundist herferðin gegn honum tóm þvæla. Ég meina, það hafa allir einhverja fordóma. Gibson var bara svo "óheppinn" að hafa slæma fordóma miðað við starf sitt og starfsvettvang. En Melurinn er góður leikari, það fer ekki á milli mála, burtséð frá skoðunum hans.

En nú segja fjölmiðlar, að Melurinn eigi 29 ára gamla dóttur. Lítið er um þessa stúlku vitað, svosem. Engin mynd virðist vera af henni á netinu (sló inn "myndir" á google, ekkert svar) og litlar upplýsingar.  Melurinn hefur haft þá ímynd, að vera settlegur fjölskyldufaðir, og hjónaband hans fyrirmyndarhjónaband í Hollywood. En kannski bregðast krosstré sem önnur tré?


mbl.is Mel Gibson segist ekki eiga 29 ára dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband