Laugardagur, 23. desember 2006
Útrýming Kúrda?
Jæja, svo Saddam var ekkert að fara í felur með, að hann vildi leysa "kúrdavandamálið í eitt skipti fyrir öll: "Lokalausn kúrdavandamálsins". Hann leitaði þar á Tyrki með von um aðstoð, enda eru Tyrkir vanir menn í slíkum "lausnum", enda hafa Tyrkir, í gegnum aldirnar, útrýmt tugum þjóða og þjóðabrota, a.m.k. smám saman, þó mér vitandi hafi þeir aldrei smalað þeim saman á einn stað og hrundið af stað "lokalausn", eins og nasistarnir reyndu. Tyrkir reyndu þó forðum að losa sig við Armena og tókst að höggva stór skörð í armensku þjóðina. Slíkur var blóðþorsti Tyrkja það skiptið, að talað er um "genocide" hvað þetta snertir. En þetta skiptið vildu Tyrkir ekki taka þátt í svona óþokkaskap; eðlilega ekki, jafnvel þó þeir væru þá með horn í síðu Kúrda, sem þá, eins og nú, stefndu að stofnun Kúrdistans, sjálfstæðs ríkis Kúrda á samnefndu landsvæði, sem í dag fellur undir a.m.k. Írak, Tyrkland og Íran, og einhver smáhéruð í Sýrlandi (ef ég man rétt).
Í mínum huga eru Kúrdar með merkilegri þjóðum í Miðausturlöndum. Nokkuð efni hefur komið út á íslensku um málefni þeirra; ég man eftir bókum og lokaritgerðum, en einnig a.m.k. tveimur greinum í tímariti "kommúnista", Rétti. Einar Olgeirsson skrifaði aðra þeirra, held ég, og ég held að hin hafi verið þýdd. Á netinu má m.a. finna ágætis umfjöllun um Kúrda í Wikipediu og t.d. Washington Post.
Hussein bað Tyrki um aðstoð við útrýmingu Kúrda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.