Miðvikudagur, 20. desember 2006
Breaking news? Abramovich hættur
OK, ekki hjá Tjel$ki, heldur hefur hann beðið um lausn, sem héraðsstjóri í köldu, fámennu, hrjóstrugu en nokkuð auðugu Síberíuhéraði. Svo segir í ofanvísaðri frétt ruv.is
|
|
Roman Abramovich, ríkasti maður Rússlands, hefur óskað eftir því að fá sig lausan úr embætti héraðsstjóra Chukotka-héraðs, austast í Rússlandi. Talið er að hann hafi lengi viljað losna úr starfi héraðsstjóra en Putin forseti ekki tekið það í mál.
Chutkotka er strjálbýlt og harðbýlt hérað, austast í Asíuhluta Rússlands, við Beringssund. Roman Abramovich hefur varið tugmiljörðum króna til uppbyggingar í héraðinu. Putin forseti skipaði hann í fyrra til fimm ára í viðbót, - til ársins 2010, en nú virðist miljarðamæringurinn vera búinn að fá nóg. Hann gekk á fund forsetans í dag og lagði inn lausnarbeiðni sína.
Talsmaður Abramovich vill ekkert segja um ástæðu uppsagnarinnar að öðru leyti en að hann hafi lokið verkefni sínu við uppbyggingu samfélagsins. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Abramovich hygðist flytjast frá Rússlandi fyrir fullt og allt. Hann er meirihluta ársins í Bretlandi og annars staðar í Vestur-Evrópu, þar sem hann á miklar eignir, þar á meðal enska knattspyrnuliðið Chelsea.
Roman Abramovich er einn oligarkanna svonefndu sem auðguðust gríðarlega í kjölfar þess að Sovétríkin liðu undir lok. Framlag hans til samfélagsins hefur iðulega verið talið til fyrirmyndar og þar með hefur hann notið velvildar Putins forseta. Samkvæmt grein í Rússlandsútgáfu viðskiptatímaritsins Forbes eru eignir Abramovich metar á 126 miljarða króna.
Ef ég væri búsettur í Englandi, dveldi þar flesta daga vikunnar, en væri aðra daga meira eða minna að tjatta við Kremlverja um daginn og veginn, eða leika sér á snekkjunni stóru við Miðjarðarhafið, getur það varla komið á óvart þótt ég nenni ekki lengur að starfa sem héraðsstjóri í svæði, lengst austur í Síberíu, við Kyrrahaf og eitthvað íshaf norður af Rússlandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.