Þriðjudagur, 19. desember 2006
Þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn!
Báðir aðilar kenna hinum um, þegar vopnahléð er farið veg allrar veraldar, þó báðir aðilar reyni í raun að láta svo í veðri vaka, að það gildi enn. Ég kaupi ekki þær skýringar, að einhverjir undirhópar séu að ala á ófriði, þó vissulega séu undirhópar í Fatah, sem lúta ekki stjórn Abbasar. En ég sé ekki betur en að Hamas-liðar lúti þá heldur ekki stjórn, sbr. morð á 2 Fatah liðum og að hafa umkringt skrifstofur Fatah. Ég held nefnilega, að framundan sé harðvítug valdabarátta milli Hamas og Fatah...blóðug valdabarátta, að því að sýnist við fyrstu sýn amk.
Abbas sagði síðan, á fundi með Tony Blair, að hann ætli sér að halda kosningar eins fljótt og auðið er (vísast í janúar). Hamas er andsnúið kosningunum (eðlilega). Hvernig sem fer í því máli, tel ég líklegast, að valdabaráttan verði útkljáð með vopnavaldi, a.m.k. að stærstum hluta. Þar held ég reyndar að Hamas vinni, ekki síst þar sem liðsmenn þeirra hljóta nú þjálfun í Íran, a.m.k. En í þessu er þó ekki allt sem sýnist...mál geta skipast mjög fljótt í lofti.
Fimm látnir í hörðum átökum liðsmanna Hamas og Fatah á Gasasvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Miðausturlönd | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.