Réttlátt launamál?

"„Það mætti spyrja dómarafélagið hvers vegna það stóð ekki fyrir málshöfðun, hvers vegna einstaklingur þarf að standa í þessu basli. Þetta snýst bæði um sjálfstæði dómsvaldsins sem er prinsipp og svo er þetta einnig launamál," sagði Guðjón"

Ég veit ekki um aðra, en ég hef afar litla samúð með þessum manni. Mér finnst í góðu lagi að menn fái góð laun og ekkert út á það að setja. En hvernig var það, er ekki fégirnd rót alls ills? Græðgi?

Einu sinni heyrði ég, að rót orðsins "fégirnd" í hebresk-arameisku merki: "Löngun í laun", þ.e. löngun í að hljóta meira í laun en maðurinn á skilið. Spurningin er, á Guðjón þessi skilið að fá meiri laun en hann hefur?

Nú veit ég ekki hvernig Guðjón þessi hefur staðið sig. En einhvern veginn efa ég, að hann sé að lifa á neinum lúsarlaunum þarna í Héraðsdómi. Er þetta ekki bara spurning um hvort hann fari í lax átta eða ellefu sinnum á ári? 


mbl.is Héraðsdómari: „Vel rökstuddur dómur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband