Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna

Dr. Robert M. Gates fæddist í Wichita, Kansas, hinn 25. september 1943. Hann náði góðum árangri í skóla og útskrifaðist frá menntaskóla með hæstu einkunn 1961. Hann fékk því námsstyrk og útskrifaðist með B.A. í sagnfræði frá College of William and Mary 1965, með aðaláherslu á Evrópusögu. Hann var gatesþá foringi í skátunum og hlaut þar margvíslegar viðurkenningar, og ku í dag vera skátahöfðingi á landsvísu. Hann var jafnframt formaður Alpha Phi Omega bræðrafélagsins á landsvísu, formaður Sambands ungra repúblikana og ritstjóri menningarrits háskólans. Gates útskrifaðist með M.A. próf í sögu frá Háskólanum í Indiana 1966 og með doktorspróf í rússneskri- og sovéskri sögu frá Georgetown háskóla 1974.

Meðan hann var við nám við Indiana-háskóla réðist hann til bandarísku leyniþjónustunnar, C.I.A., en komst þó ekki undan herskyldu. Hann þjónaði sem foringi í flugher Bandaríkjanna í Víetnam 1967-1969, en hóf síðan fullt starf hjá C.I.A. við að meta innkomnar upplýsingar. Eftir doktorsprófið yfirgaf hann C.I.A. og hélt til starfa hjá Þjóðaröryggisráðinu, en sneri aftur til C.I.A. 1979 og komst þar til hárra metorða. Hann var tilnefndur til að taka að sér starf forstjóra C.I.A. 1987, en hætti við þegar bandaríska þingið hóf að gagnrýna þátttöku hans í Íran-Contra hneykslinu. Hann tók þó það starf að sér 1991-1993 og varð fyrsti forstjóri C.I.A., sem hafði hafið störf á lægstu stigum stofnunarinnar, en unnið sig upp. Hann varð síðan háskólakennari og forseti háskóla í Texas, en var áfram viðriðin stjórnmál, með einum eða öðrum hætti. Hann átti sæti í Íraksnefndinni frægu, sem skilaði af sér skýrslu  síðari hluta árs 2006, en tók í framhaldinu að sér starf varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og var vígður í embættið 18. desember. Áður hafði hann hafnað ýmsum vegtyllum í bandaríska stjórnkerfinu. (Heimild: Wikipedia).

 

En hvaða áhrif ætli útnefning Roberts Gates hafi á stefnu Bandaríkjanna í Írak? Miðað við, að hann á sér nokkra forsögu í málinu, hlýtur það að vera spennandi rannsóknarefni. Helsta aðfinnslan á fyrri störf hans hafa snert annars vegar Íran-Contra hneykslið, þegar söluhagnaður vopna til Írans var notaður til að fjármagna skæruliðastarfsemi Contra-skæruliða. Jafnframt hefur hann verið gagnrýndur fyrir vafasama framgöngu í málefnum, sem snertu stríð Írans og Íraks. Persónulega held ég, að hann muni í aðalatriðum fylgja þeirri stefnu, sem Donald Rumsfeld hafði mótað og framfylgt. Ergo: hann er a.m.k. ekki líklegri en Rumsfeld til að vilja draga herinn frá landinu. En líklegra er, að áhrifum hans muni gæta í samskiptum Bandaríkjanna við Írani, en einhvern veginn grunar mig, að þar muni hann taka upp eins harða og ósveigjanlega stefnu og möguleg er; þ.e. á þeim sviðum sem snerta starfssvið ráðuneytis hans. Hann er semsagt "haukur", en ekki "dúfa", ef ég hef skilið málið rétt. Það, að Bush skuli hafa skipað Gates í embættið, en ekki einhvern friðvænlegri, gæti verið skilaboð forsetans til Írana og annarra þeirra, sem eru í nöp við Bandaríkin, að stjórnin í Washington muni halda áfram að skipta sér af ganga mála í Miðausturlöndum og annars staðar, þar sem talið er, að ógn sé fyrir hendi.


mbl.is Gates varar við afleiðingum hugsanlegs ósigurs í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband