Málið rannsakað eftir að dauðadómnum hefur verið fullnægt?

Til hvers þarf að endurskoða starfsemi, sem fjölmiðill í eigu einstaklinga, sprengdi í loft upp í gær? Nær væri að reyna að komast að niðurstöðu, hvað gera skuli við Byrgið, nú þegar það er ekki lengur fokhelt.

Margar athygliverðar greinar hafa verið skrifaðar hér á blogginu um Byrgið og Kompássþáttinn í gær. Nefna má StefánSalvör, Ómar,  Tómas Hafliða, og eflaust fleiri. Sjálfur skrifaði ég grein í morgun. Þetta málefni var síðan til umræðu í Íslandi í bítið í morgun og verður vafalaust í fréttum fjölmiðla í dag.

Ég hnaut m.a. sérstaklega um eitt atriði í grein Ómars, þar sem hann minnir á, að þátturinn byggi "dauðadóminn" á framburði vitna, sem koma ekki fram undir nafni. Slíkur framburður er alltaf hæpinn og ekki síst þar sem ENGINN kom fram undir nafni. Við hvað er þetta fólk hrætt (og þá á ég við þá, sem ekki segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega)? Ef Guðmundur er svona stórhættulegur, ætti að lokann inni. En ef ekki, hvers vegna dirfast menn að bera fram ásakanir, eins og t.d. þessi LOT, sem hratt málinu af stað (vísan til Lots, sem eignaðist börn með dætrum sínum, að vísu að sér Óspurðum!). Hvað yrði gert, ef ég myndi t.d. senda bréf undir nafninu STALÍN og fara að bera t.d. Steingrím Joð eða Ingibjörgu Sólrúnu þungum sökum. Bréfinu yrði hent í ruslið...Einnig ef nafnlaust bréf myndi berast um þetta hlægilega mál um fíkniefnaeign Jóhannesar Kompáss.

Spurning hvort þessi LOT vilji ekki bara taka við Byrginu og milljónunum af Guðmundi, því ef hann væri svona viss um, að Guðmundur hafi framið lögbrot, ætti hann að kæra málið til lögreglu. En þá kæmist nafnleyndin upp.

Ég ítreka þó, að ég efa ekki að eitthvað sé í ólagi í Byrginu og hjá Guðmundi; en ég vil ekki taka afstöðu til hvort það séu peningamál (skv. opinberri skýrslu) eða annað (skv. Kompáss). Ég er hvorki saksóknari né dómari í málinu...og Kompáss ekki heldur.


mbl.is Endurskoðun á rekstri Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

að vísu að sér óspurðum ...

Svo máttu fjarlægja þessa aths., takk.

Jón Valur Jensson, 18.12.2006 kl. 10:38

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sælir. J'a, auðvitað. Þakka fyrir. En hvernig fjarlægja menn athugasemdir héðan? Ég á enn eftir að læra á það. Kv. SGB

Snorri Bergz, 18.12.2006 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband