Er mig að misminna, eða...?

Ég man ekki betur en, að fyrir nokkrum dögum hefði birst frétt í Mogganum þess efnis, að veturinn hefði verið óvenjulega snjóléttur í Ölpunum og meðfylgjandi voru myndir af grænum brekkum undir skíðalyftunum. En skyndilega kemur frétt um að menn hafi slast í snjóflóði??!!

Það vill svo til, að ég var einmitt í Týról, í austurrísku Ölpunum, fyrir nokkrum vikum síðan. Þá þurfti maður frekar að kvarta yfir hita en kulda; stundum var maður hreinlega að kafna út hita, þrátt fyrir að vera staddur í mörg hundruð metra hæð. Heimamenn kvörtuðu yfir hita, einkum sökum ferðamannaiðnaðarins. En Alparnir eru eins og íslenska hálendið, það skiptast á skin og "snjóskúrir".

Læt hér fylgja með að gamni mínu nokkrar myndir, sem ég tók í Zillertal dalnum fyrir nokkrum vikum. Rétt til að skreyta aðeins fyrir jólin.

Picture 203
Picture 233

mbl.is Þrír ferðamenn slösuðust í snjóflóði í Týrol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband