Föstudagur, 15. desember 2006
Viltu vera memm?
Jæja, þessi hringekja heldur áfram. Síðustu misserin hafa kratarnir meira eða minna dregið úr, eða hætt, að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn fyrir eitt eða annað. Þess í stað hafa árásir einstakra krata á Framsóknarflokkinn aukist með þeim hætti, að halda mætti að þetta sé allt skipulagt, vísast að ofan. Kannski eru kratarnir fúlir Birni Inga og félögum hans yfir að vilja bjarga borginni undan óstjórn vinstri flokkanna, en þetta virðist líka ná til Alþingis, og er jafnvel harðara þar en annars staðar.
Maður hlýtur að leggja málið upp eftirfarandi:
1. Samfylkingin gerir sér grein fyrir, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig svo afburða vel við stjórn ríkisins, að erfitt er að finna þar eitthvað til að nöldra yfir...og þegar kratarnir hnýta hálf skömmustulega í sjálfstæðismenn, virðist það vera til að fullnægja formsatriðum -- jú, stjórnarandstaðan á að gagnrýna stjórnina, það er hlutverk hennar.
2. Samfylkingin telur líklegt, að eftir næstu kosningar verði erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins, t.d. væri fjögurra flokka stjórn ekki vænleg til árangurs. Kratarnir sjá því í hendi sér, að vænlegast er, að ná saman við sjálfstæðismenn. Og af þeim sökum hafa kratarnir kennt framsóknarmönnum um allt, sem þeir telja að aflaga hafi farið á síðustu árum. Jafnframt segja þeir við sjálfstæðisflokkinn: "Viltu vera memm...?"
En frekar er þetta nú lúalegt, finnst manni, að leggja Framsóknarflokkinn í einelti með þessum hætti. Ég segi bara eins og ónefndur karakter: "Mmmmmmaður áttar sig nú ekki á þessu. Skítalykt af málinu." Ætli hún komi af því klósetti, sem fylgir með hér að ofan?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.