Föstudagur, 15. desember 2006
Meistaradeildin í knattspyrnu -- 16 liða úrslit.
Porto v Chelsea
Celtic v Milan
PSV Eindhoven v Arsenal
Lille v Manchester United
Roma v Lyon
Barcelona v Liverpool
Real Madrid v Bayern Munich
Internazionale v Valencia
Liðin sem komast áfram verða: Chelsea, Milan, Arsenal, Man Utd, Lyon, Barcelona, Bayern og Valencia. Ástæður:
1. Porto-Chelsea. Móri snýr heim með yfirburðalið í farteskinu. Lítil hætta hér.
2. Celtic-Milan. Celtic er sennilega eina liðið þarna, sem ekki myndi vinna Milan, eins og Ítalarnir eru að spila um þessar mundir, já og hugsanlega Liverpool??!!
3. PSV-Arsenal. Arsenal einfaldlega betra lið, en ekki má vanmeta hina fjölþjóðasveitina
4. Lille-Man Utd: Lille eru seigir, en ég held að gamli refurinn landi þessu. Man Utd vinnur.
5. Roma-Lyon: Roma er með mjög gott lið, en ég held að Lyon sé einfaldlega sterkara. Úrslitin gætu þó farið á báða vegu.
6. Barcelona-Liverpool: segir sig sjálft! Það er ekki nóg að vera góðir í vítakeppni.
7. Real-Bayern: Realmenn eru flöktandi og munu brotna á þýska stálinu, sem þó er með veikasta móti núna. Þessi leikur er sennilega sá mest spennandi og ófyrirsjáanlegur, fyrirfram séð.
8. Inter-Valencia: Inter í rokna stuði í ofurskussadeildinni, enda með frábært lið og breiðan hóp. En varnarliðið Valencia, með David Villa frammi, mun komast áfram með marki skoruðu á útivelli.
Ég verð að segja að ég er ánægður með dráttinn, fyrir hönd okkar Arsenal manna. Helst hefði ég viljað frá Celtic, úr því við gátum ekki fengið Liverpool (ensk lið mega ekki mætast innbyrðis strax, ekki frekar en t.d. spænsk). Þessi tvö lið eru þau áberandi slökust í þessum 16 liða úrslitum, hugsanlega ásamt Lille og PSV, sem við Arsenal menn mætum.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.