Fimmtudagur, 14. desember 2006
Rispuð plata
Sumir hafa þá áráttu, að leika alltaf fórnarlambið. Stundum á það rétt á sér, þegar menn eru stöðuglega lagðir í einelti, en stundum ekki. En þetta er orðin eins og rispuð plata hjá Salman Tamini. Auðvitað er leiðinlegt að missa vinnuna og óska ég engum þeirra örlaga. En að reyna að notfæra sér það, að vera múslimi og af erlendum uppruna til að höfða mál, með það í huga að hér væri um trúarbragða- eða kynþáttaofsóknir að ræða, er enn ein grillan, sem kallinn hefur fengið í hausinn. Hann er svo vanur að leika vælandi fórnarlamb, m.a. í fjölmiðlum, að þetta hefur einhvern veginn orðið fast við hann.
Mér er sama þó Salman sé að baknaga menn á báðar hendur, mig þ.á.m. (eins og ég hef frétt). Hann má gera það mín vegna og það lýsir hans innri manni, ekki mínum. En hann verður að byrja að hrærast í sama heimi og við hin hér á Íslandi. Hann var einfaldlega rekinn, samkvæmt dómi, af því að hann var sá, sem helst mátti missa sig (og skilst mér á sumum, að hann hefði mátt missa sig fyrr), þegar "skipulagsbreytingar" áttu sér stað.
En á hinn bóginn er það oftlega staðreynd, að þegar þarf að losna við ákveðinn einstakling, en stjórnendur þora ekki að reka hann og nefna hinar eiginlegu ástæður, koma menn á fót "skipulagsbreytingum" og nota þær til að losna hljóðlega við umræddan einstakling, eða ákveðna einstaklinga. En í þessu tilviki efa ég að það sé af trúarbragða- eða kynþáttaástæðum, heldur einhverjum öðrum, hverjar sem þær eru
En Salman ætti nú varla að komast á vonarvöl, því ég efa ekki að Saudar eða aðrir slíkir eigi nokkrar millur á lausu til að greiða laun fyrir formann Félags múslima á Íslandi.
LSH sýknað af kröfu um ógildingu uppsagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Athugasemdir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.