Miðvikudagur, 13. desember 2006
Geborgter saichel toig nit
Maður getur ekki annað en...glott út í annað, þegar maður les hér skemmtileg blogg, sem hitt beint í mark. Sérstaklega hef ég þessa dagana mikla ánægju af að lesa Andrés Magnússon, Guðmund Magnússon og Pál Vilhjálmsson, og síðan einstaka aðra. Einn "einstakur annar" vakti athygli mína í morgun.
Já, í morgun fletti ég Svenna Hjartar, sem virðist vera einn af þessum ágætis mönnum, sem styðja Framsóknarflokkinn og kjósa að starfa á þeim vettvangi. Þó maður fái stundum fyrir nefið þegar sumir framsóknarmenn eru að tala, t.d. á Alþingi, þá getur maður ekki horft framhjá því, að þar á bæ er bæði margt gott að finna og margt ágætisfólk, sem reynist góða gjalda vert af sjálfu sér, en þarf ekki bera það saman við afturhaldskommatittina til að koma vel út. Ég verð að viðurkenna, svo maður snúi sér aftur að Svenna, að grein hans um Samfylkinguna var stórskemmtileg.
En mér sýnist að Framsóknarflokkurinn sé engu að síður á leiðinni í frí frá stjórnarsamstarfi, nema Jón Sigurðsson fari að brosa mánuð fyrir kosningar. Ég skal þó viðurkenna, að mér finnst þessi flokkur eigi að vera með meira fylgi, sér í lagi ef borið er saman við 25% fylgi afturhaldskommatittanna, en ég átta mig ekki alveg á, hvers vegna fjórðungur atkvæðisbærra Íslendinga hefur engan áhuga á pólítík...ja, eða öllu heldur ekkert vit á pólítík! Hins vegar skilur maður betur fylgisaukningu Vinstri grænna. Þótt ég sé nánast á móti öllu sem Vinstri grænir segja, nema um Evrópusambandið kannski, þá hafa þeir amk skýra stefnu og halda sig við hana. Breyta henni ekki eftir því hvernig vindurinn blæs í skoðanakönnunum, eins og afturhaldakommatittirnir.
Þegar ég var í námi í Englandi fyrir um 15 árum síðan, keypti ég mjög merkilega bók á fornsölu, fyrir mjög lítið ef ég man rétt. Hún heitir "Book of Yiddish Proverbs and Slang" og er tekin saman af einhverjum Fred Kogos. Þar man ég sérlega eftir einum málshætti sem var á þá leið, "að þegar vindurinn blæs, tekst ruslið á loft."
En ég óttast að næsta ríkisstjórn verði viðreisn, en vonandi verða kratarnir þægir og góðir, annars fer þetta illa. Kemur ekki til greina, að láta þá ráða ferðinni, eins og þeir hafa nú verið að þenja sig með í fjölmiðlum. En af því tilefni vil ég lauma hér fram einu jiddísku spakmæli:
Geborgter saichel toig nit
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.