Menningarmafían enn á ferð

Jæja, bókmenntaverðlaunin að renna í hlað; tilnefningarnar komnar. Margt er þar skrítið að finna, t.d. hefði Sigurður Pálsson mátt vera inni í fagurbókmenntum, og í flokki annarra rita finnst mér skrítið að sjá Andra Snæ þarna. Ég fer ekki ofanaf því, að "Ólafía Jóhannsdóttir" hefði átt að fá tilnefningu, helst í stað Andra. Þetta er bók ársins, ævisaga merkustu konu Íslandssögunnar.

Mig grunar, að persónulegar skoðanir á fólki hafi ráðið miklu um þessar tilnefningar. Það hlýtur að vera krafa almennings, að þeir, sem veljast í þessar nefndir, séu hlutlausir og komi að þessari vinnu með opinn huga, en velji ekki vini og kunningja í þetta, eða bandamenn úr menningarmafíu afturhaldskommatittanna; bæði þegar valið er í nefndir, og hvaða bækur fá tilnefningu.

Fyrir mér eru þessi bókmenntaverðlaun orðin markleysa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband