Eins og flís við ....

Einhver sagði mér nýlega, að Bifröst væri Háskóli Samfylkingarinnar...svona í samanburði við, að Háskólinn í Reykjavík væri Háskóli Sjálfstæðisflokksins. Á Bifröst væru flestir, sem skiptu máli, annað hvort kratar eða nýkratar. Því er auðvitað við hæfi að velja krataþingmann, fyrrverandi, sem rektor.

 En hvar eru þeir kratar nú, þeir sem voru að kalla ráðningu rektors Háskólans í Reykjavík "pólítíska ráðningu" og "dæmi um spillingu Sjálfstæðisflokksins"?

Ég hef ekkert á móti Ágústi Einarssyni, ekki misskilja mig. Ég held að hann sé ágætis maður, og óska honum velfarnaðar í erfiðu starfi. En ég legg til, að hann nýti þetta tækifæri til gagns fyrir land og þjóð, og ráði til sín hæfustu kennara, sem standa til boða, en ekki bara útdankaða krata, sem fá ekki vinnu annars staðar eða eru fyrir öðrum krötum á uppleið.


mbl.is Ágúst Einarsson ráðinn rektor Háskólans á Bifröst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að Bifröst sé Háskóli Samfylkingar er bull. Um 40% nemenda skólans styðja Sjálfstæðisflokks og hin 60% dreifast á flokkana svipað og á landsvísu. Þessi goðsögn er sennilega tilkomin af því að nokkrir kennara hafa starfað innan Samfylkingar. Það nægir engan vegin til að kenna skólann við Samfylkinguna.

Bergsson junior (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 18:06

2 Smámynd: Snorri Bergz

Varst það ekki þú sjálfur sem sagðir mér þetta? En jæja, þá er nemendahlutfallið eflaust svipað og í "Háskóla Sjálfstæðisflokksins". En það sem hér er átt við, er fyrst og fremst hverjir stjórna skólunum og af hvaða pólítísku sauðahúsi þeir eru. Ég þekki aðeins til nokkurra kennara þarna. Þeir eru allir kratar, eða voru það síðast þegar ég vissi. En ég er annars ánægður með að fela sem flesta krata þarna uppfrá...höfuðborgarhagsmunaleg séð, en samhryggist ykkur nemendunum...þannig sko. En vonandi "lyppast" enginn niður þarna undir þrýstingi kennara eða annarra?

Snorri Bergz, 12.12.2006 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband