Þriðjudagur, 12. desember 2006
Pútín sigar hundunum á Kasparov?
Tulugaq Jökulsson skrifaði um daginn merkilega pistla um Rússland, meðal annars þennan. Fleiri hafa skrifað um Rússland að undanförnu, ekki síst vegna meints morðs óvandaðra manna, líkast til núverandi eða fyrrverandi leyniþjónustumanna, á fyrrverandi félaga sínum, sem nú hefur komið sér fyrir í Bretlandi og byrjað að gagnrýna Pútín-stjórnina. Og ef ég man rétt, var Pútin einmitt foringi í KGB í gamla daga.
Á undanförnum árum hefur stjórnin í Kreml verið sökuð um að fara offari gegn meintum eða raunverulegum andstæðingum sínum. Meðal annars hafa stjórnvöld áreitt Garry Kasparov, fyrrum skákmeistara, og hreyfingu hans, en hann hefur gagnrýnt Pútín harðlega, einkum fyrir einræði og ýmsar aðrar sakir. Undanfarið hefur hann m.a. átt í vandræðum með að komast inn og út úr Rússlandi.
Þótt hugsanlega standi Pútin ekki að baki öllu því, sem hann er sakaður um, bendir allt til, að ekki sé allt með felldu í Kreml. Þar virðist einræðishyggjan enn á ný hafa komið sér fyrir. Þótt vissulega þurfi að hafa í huga, að Rússar þekkja ekkert annað en einræðisstjórnir og þessi er vissulega mun skárri en margar, sem á undan fóru, verða stjórnvöld þar amk að hlýta leikreglum, úr því eru að þykjast vera lýðræðisleg. En hitt er rétt, að mínu mati, að ákefð Vesturlanda, einkum USA, við að troða lýðræði, meintu eða raunverulegu, upp á þjóðir, sem slíkt þekkja ekki og virðast ekki getað tileinkað sér, er mistök. Lýðræði er gott í sjálfu sér, séu forsendur til staðar við að framfylgja því. Svo er t.d. ekki raunin í Arabaheiminum og víða í Afríku og Ameríku.
En úr því Rússar vilja svo vera láta, að lýðræði sé í landinu, verða stjórnvöld þar að taka þátt í leiknum. En það virðast þau eiga í erfiðleikum með. En ég ætla að leggja fram minn litla mótmælaskerf og er nú hættur við að heimsækja þetta fallega land, eins og ég ætlaði mér að gera í febrúar, og tek því ekki þátt í Aeroflot open skákmótinu þetta skiptið. Punktur.
Rússneskir leyniþjónustumenn ráðast inn á skrifstofu Kasparovs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.