Þriðjudagur, 12. desember 2006
"Óþverrinn smitar"
Hér á Íslandi hafa palestínuvinir gagnrýnt það harðlega, hvað eftir annað, þegar ísraelskir hermenn skjóta á börn, sem kasta steinum í hermenn. Engu skiptir, þótt oft hafi það sannast, að foreldrar þeirra sendi þau fram á vígvöllinn með þessum hætti, og skeyta engu öryggi barnanna; hatur sumra á Ísrael -- og sumra greinilega á Gyðingum sem slíkum -- er orðið svo rótfast, að engu skiptir þótt siðferði þeirra, sem Ísraelar eiga í höggi við og hafa þurft að sitja undir árásum frá allt frá upphafi, sé gjörsamlega óviðunandi, þar sem mannslíf skipta engu máli. Jafnvel börnum skuli fórna til að koma höggi á óvininn.
Nú gerist það, að Hamas (eða skyldir aðilar) myrða þrjú börn með köldu blóði. Palestínuvinir þegja. Þau voru engin ógn, voru ekki að kasta steinum eða valda usla með öðrum hætti, og að baki þeirra földust engir byssumenn, sem koma vildu skoti á hermenn úr launsátri, eins og raunin var t.d. hér á árum áður. Og þetta voru ekki "slysaskot í Palestínu", heldur barnamorð af yfirlögðu ráði. Svonefndir Palestínuvinir þegja þunnu hljóði, enda gagnast hatursboðskapur og hatursmálstaður þeirra lítið, þegar ekki er vitað hverja á að hata þetta skiptið.
Og síðan mótmæla borgarar þessum barnamorðum þess liðs, sem m.a. stýrir ríkisstjórn landsins, og hvað gerist? Friðsöm mótmæli áttu sér stað, en Hamas liða skjóta á mótmælendur, m.a.vegna þess að börn voru að kasta steinum!!!!
Hvers vegna er það allt í lagi, að liðsmenn stjórnvalda á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna skjóti á nokkur börn, sem kasta nokkrum steinum, en það er stríðsglæpur þegar ísraelskir hermenn skjóta á börn, sem ráðast á þá í hópum, hrópandi: "Drepum Júðana!".
Ísraelar eru ekki fullkomnir. Þeir gera ýmislegt rangt. En það er gjörsamlega óþolandi, að þetta lið, mestmegnis afturhaldskommatittir og umhverfiskommatittir, skuli aðeins fordæma þann aðilann, og þá þann, sem hefur haft hendur sínar að verja og vill koma á friði, býr við lýðræði og þráir frið, en sleikir afturendann á blóðþyrstum skæruliðasveitum og spilltum einræðisstjórnvöldum, sem þrá aðeins það, að stofna til stórfellds blóðbaðs og þurrka heilt ríki út af landakortinu. Ísraelar gera oft margt af sér...en þeir eru að mínum dómi miklu skárri en óaldarliðið, sem er við völd eða vill komast til valda í Gasa og á Vesturbakkanum.
Liðsmenn Hamas skutu á mótmælendur á Gasasvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Athugasemdir
Já,"Palestínuvinir", múslimar og arbabar eru af hinu vonda. Ekki fólkið sjálft heldur hinn illi andi Íslams. Það vitum við Ísraelsvinir og Krossfarar. Við í Krossinum eigum ekki að tala illa um Ísrael. Það stendur skýrt í ritningunum. Ég hélt að þú værir einn af okkur. Hvenær gekst þú eiginlega af skaftinu.
1. Ísraelar eru ekki fullkomnir. Þeir gera ýmislegt rangt...
2. Ísraelar gera oft margt af sér...en þeir eru að mínum dómi miklu skárri en óaldarliðið...
Ég fordæmi þessi skrif þín. Þú ert að vinna gegn okkur með þessum skrifum. Sannir Ísraelsvinir tala aldrei illa um okkar fólk. Gyðingar eru hin guðs útvalda þjóð og þeir sem eru við forustu eru innblásnir af anda guðs og það áttir þú að vita efitir að hafa verið einn af oss, en ert það varla lengur.
kveðja Gedklofi
Gedklofi (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.