Laugardagur, 9. desember 2006
Íslandsmeistaraeinvígiđ í atskák...live
http://gellir.cc/hge/atis2006/tfd.htm; hér geta menn fylgst međ ţessu "lćf" á flash-skákborđi. Hér á myndinni ađ ofan er Arnar lengst til vinstri, Bragi viđ hliđina á honum. Myndin er tekin í Austurríki, á evrópumóti félagsliđa, ţar sem liđ okkar Arnars, Taflfélag Reykjavíkur, náđi 5.-12. sćti, en liđ Braga, Neanderdalsmenn, lenti c.a. um miđja deild.
Hér eigast viđ alţjóđameistararnir Arnar E. Gunnarsson og Bragi Ţorfinnsson. Á blađi er Arnar sterkari, enda hefur hann sýnt mikinn styrk í atskákmótum hin síđari ár, en Bragi síđur og er reyndar ađeins jafn mér ađ atskákstigum. Ţá getur hann varla veriđ mjög góđur. Jafnframt er Arnar nýkrýndur Reykjavíkurmeistari í atskák, eftir ađ hafa sigrađ undirritađan í einvígi um titilinn, og er ţví í betri ćfingu. En Bragi er kattliđugur og gćti reynst erfiđur biti ađ kyngja. En í öllu falli er von á spennandi einvígi...en vonandi verđa skákskýringarnar betri nú en oft áđur, og ekki von á öđru, ţar sem sjálfur Helgi Ólafsson mun ţar ljá sjónvarpsmönnum vćngi.
Beina útsendingu má finna hér á RUV.
1. skák: Bragi vann međ hvítt, eftir ađ Arnar var međ gjörunna stöđu, en varđ á ađ grípa í rangan mann og var ţví mát. Dramantík.
2. skák: Addi jafnađi metin í hörku tímahraksskák.
Nú kemur bráđabani, 5 mínútna skákir...
Arnar lék illa af sér í byrjuninni, og tapađi peđi, en náđi heldur betur ađ snúa taflinu, enda hrikalega harđur í hrađskákinni. Ţađ reyndi ég um daginn, ţegar ég fékk yfirburđastöđu gegn honum, en var skyndilega ýtt út af borđinu. Ţađ reyndi Bragi núna.
TRingar eru greinilega betri en Neanderdalsmennirnir í Helli.
Meginflokkur: Skák | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 11.12.2006 kl. 17:54 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.