Porto - Arsenal í kvöld

Leikurinn í kvöld gæti orðið spennandi. Okkur nægir jafntefli, en það er jafnan erfitt að spila upp á jafntefli, það vita skákmenn allra manna best.

walcott_0607watford

Wenger segir, að Walcott litli fái fleiri tækifæri með aðalliðinu, nú þegar Henry er "meiddur", en er ekki tilbúinn að færa hann frá vængnum í framlínuna, þar sem hann spilar m.a. með England U-21 landsliðinu, en það sagðist hann myndu gera í framtíðinni, um það bil þegar hann keypti hann. Strákurinn sé annars ekki sami leikmaður og í janúar, þegar hann var keyptur. En höfum í huga, að Henry var vængmaður þegar Wenger keypti hann og gerði að framherja. En annars held ég að "meiðsli" Henrys sé ekki aðeins í höfðinu á honum, heldur inni í höfðinu á honum. Grunar að hann sé orðinn þunglyndur eða eitthvað svoleiðis. Það, að honum sé illt í hnakkanum eða hálsinum, getur varla þýtt mánuð utan liðsins. Það hlýtur eitthvað meira að vera að. En Wenger hefur engar áhyggjur, því Adebayor, van Persie, Walcott og aðrir ungir leikmenn muni sjá um að skora mörkin. Sjálfur telur Henry, að Cesc Fabregas muni skipta sköpun fyrir liðið, hann muni sjá um að vinna leikina.

Nú, auk Henrys eru langtímameiðslahrókarnir Lauren og Diaby enn meiddir, en Rosicky meiddist síðan nýlega og verður ekki með út árið. Síðan er Gallas víst enn meiddur og spurning með Senderos. Og Ljungberg er síðan alltaf meiddur, líka þegar hann er ómeiddur. Porto ku aðeins eiga við lítilsháttar meiðslavandræði og gætu komið bandbrjálaðir til leiks.

Líklegt lið, að mínu mati:

Lehmann

Eboue, Toure, Senderos/Djorou, Clichy

Hleb, Fabregas, Silva, Flamini, v.Persie

Adebayor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband