365 Media Group

Jæja, nú heldur farsinn um 365 áfram. Fjársterkir menn berjast þar greinilega um yfirráðin, ekki endilega af því að mikil gróðavon sé svosem fyrir hendi, nema hvað það er alltaf sterkt að eiga slíkan fjölmiðarisa, eins og sést hefur vel undanfarið og löngum áður, þegar eigendur fjölmiðla beita þeim fyrir vagn sinn. Þetta hefur Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður, m.a. fjallað um síðustu misseri, t.d. þar og hér, hvað snertir gamla Tímann, og hér hvað snertir Fréttablaðið.

En ég vil benda á eitt smáatriði, nefnilega það, að 365 mun varla verða sterkt útrásarfyrirtæki, amk ekki í Englandi og undir sama nafni. Ég hef nefnilega fengið reglulega tölvupósta frá 365 Media Group, sem rekur m.a. vefritið Teamtalk og hefur gert um nokkra hríð. Ég þekki þar ekki vel til, og veit ekki hverjir eiga hverja, en sendandi þessara fréttapósta skráir sig "365 Media Group", svo mikið veit ég. 365 á Íslandi getur e.t.v. leikið sér í Danmörku, en fyrirtækið gæti lent í vandræðum, reyni það að skrá þetta nafn sitt í Englandi og reka þar einhverja starfsemi. Kannski væri betra að kalla þetta bara Baugur-Fons Media Group


mbl.is Straumur Burðarás selur allan sinn hlut í 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband