Slátrun

Mínir menn í Arsenal gerðu góða ferð til Blackburn og unnu þar auðveldan sigur, 4-0. Ágætt að ná svona úrslitum á útivelli og gegn jafn sterku liði og Blackburn er.

Greinilegt að Denilson er að standa sig vel í DMC. Þegar stóru fallbyssurnar fara, kemur bara einhver kjúklingur í staðinn og ný stjarna er fædd. Þannig virðist þetta vera hjá Arsenal.

Og verður vonandi áfram.

En Man Utd vélin hikstar. En fjögur eyðslufélög eigast við í dag, eða áttust. Milljarðasveit Liverpool lagði milljarðasveit Man Utd. Síðar í dag eigast við ofurmilljarðamæringalið Man City og Chelski.

En kannski er bara betra að ala upp eigin leikmenn en eyða 20 milljón pundum eða meira í leikmenn hvað eftir annað. Það er líka skemmtilegra. 


mbl.is Adebayor með þrennu í 4:0 sigri Arsenal á Blackburn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband