Fimmtudagur, 11. september 2008
Sakna menn Sigga gamla?
Jæja, Siggi sæfari er farinn og kemur vísast ekki aftur. Það er búið að loka á hann. Sjá má í athugasemdum á síðu Óskars Helga hvar rótin liggur, hjá einhverjum bloggklúbbi viðkvæmra kvenna. Sá svo að síður þess konar voru amk tvær, þessi (Slá á læri eitthvað) og hin, en þær komu í "heitum umræðum" í gær.
Ég fæ nú samt ekki betur séð, en að dónaskapur sá, sem konur þessar og aðrar höfðu í frammi í garð Sigga gamla sé mun verri og meiri en sá, sem Siggi ku hafa viðhaft í garð þeirra. Ég sé ekki betur en að þetta sé saklaust grín á fyrrnefndu síðunni, grín með að "slá á læri", en að þá hafi pempíuskapurinn og tepruhátturinn orðið talibanskur og höfuð Sigga gamla verið krafist. Ég hef nú sjálfur fengið ýmis skot frá Sigga gamla, en só what?
En ég skal viðurkenna, að sjaldan hef ég lesið jafn leiðinleg blogg og þessi tvö, sem ég minntist á hér að ofan. Einkaheimur miðaldra kvenna á víst enga skírskotun til mín. En þó mér sé misboðið með þessari endalausu væmni (virðist vera inngönguskilyrði að setja "hjartamerki" á eftir hverju commenti), þá dytti mér aldrei i hug að krefjast refsinga. Ef einhverjar síður bögga mig, fer ég bara ekki þangað inn meira. En sumir lifa greinilega enn í heimi þar sem Samúel og Rauðu ástarsögurnar eru hið argasta klám.
En svona er víst lífið í dag. Ef nógu margar teprur mótmæla, verður að taka þau til greina. Svona er víst hið hálfbleika PC-samfélag okkar í dag.
Athugasemdir
Ég er aðdáandi Sigga gamla. Bara það að sjá myndina af honum fékk mig til að brosa. Ég vill fá Sigga aftur.
inqo, 11.9.2008 kl. 09:51
Já, karlmenn virðist flestir hafa haft gaman að kallinum. Einnig ýmsar konur, eins og komið hefur fram. Ég heyrði reyndar af hjónum á sjötugsaldri sem urðu bálvond í gær þegar þau sáu að lokað hafði verið á Sigga. Vitleysan í kallinum hafi verið eitt af því fáa sem hafi komið þeim til að hlæja og gerði ferðirnar á netið ánægjulegar.
Ég hef sjálfur blendnar tilfinningar til karlsins. Hann var nú reyndar stundum með ómakleg skot á mig hér á síðunni, en maður tók því nú ekki það illa upp, að maður færi að klaga karlinn. Maður taldi bara upp að tíu, las svo aftur og hló að öllu saman.
En þetta virðist hafa verið einhver tepruklúbbur miðaldra kvenna, liðið sem stóð að brottrekstri Sigurðar. Og sjálfar spöruðu þær ekki dónaorðin í garð karlsins. Þessi skinhelgisvandlæting tepruskaparins er, eins og Obama myndi vafalaust segja, eins og að setja varalit á svín.
Snorri Bergz, 11.9.2008 kl. 09:59
Jæja, alltaf lærir maður eitthvað nýtt um Hippókrates. Hann er framsóknarmaður af Skaganum, vísast læknismenntaður, og nú greinilega samkynhneigður.
Snorri Bergz, 11.9.2008 kl. 18:59
Hva ég get lesið Sigga gamla er ekki eitthvað að tölvunum ykkar eða er tölvan mín svona prrísk að eðlisfari að ekki sé hægt að "bjarga" henni frá "ósómanum" vona bara að það séu kellingatölvur eins og Millu eða hvað þær kalla sig sem séu útilokaðar.
Sverrir Einarsson, 12.9.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.