Glæpaklíkur?

OK, nenni ekki að vera langorður um þetta, en minni á að vinstri flokkarnir máttu ekki heyra minnst á að meðal hinna ástsælu landsnámsmanna hér gætu verið maðkar í mysunni. Bara að hleypa þessu liði inn án athugasemda eða skoðunar.

Þetta fer að færast gríðarlega í aukana. Og brot erlendra manna virðist annars eðlis en hinna íslensku.

Nú hefði þurft Hermann Jónasson til að gera eitthvað í málunum.


mbl.is Árásarmanna leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Vinstri flokkarnir?

Ég vissi að þú værir ómerkingur, en nú keyrði um þverbak. Eða kallarðu kannski Halldór Ásgrímsson vinstrimann? Ríkisstjórn Davíðs, hvað voru margir vinstrimenn þar?

Ítarefni:  http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/schengen/nr/9

Elías Halldór Ágústsson, 7.9.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Snorri Bergz

Gott að þú skyldir hafa svona gott og glæsilegt álit á mér. Ég man ekki betur en að hver Samfó og VG liðinn hafi á fætur öðrum risið upp og kallað frjálslynda flokksmenn rasista fyrir það að minnast á þetta. Þar var nánast einhliða hjörð.

Framarar og Sjallar voru beggja blands. Vinstri flokkarnir voru, að manni fannst, einhliða í atlögu sinni.

En gaman að maður hefji mál sitt á því að segja "þú ert ómerkingur". Yfirleitt er sá sem svo ræðir ómerkingur sjálfur.

Gaman að sjá að menn geta ekki rætt mál án þess að níða þann sem rætt er við, persónulega. Slikt er yfirleitt dæmi um að menn a) hafi slæman málstað, b) sé ekki með öllum mjalla sjálfir.

Snorri Bergz, 7.9.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Auðvitað er það rasismi og ekkert annað, enda er hinn svokallaði Frjálslyndi flokkur ekkert annað en hreinræktaður rasistaflokkur og gerir ekki út á neitt annað í dag, enda hefur allt heiðvirt fólk þvegið hendur sínar af honum.

Hins vegar sér það hver sem vill, að það voru helst Hjörleifur Guttormsson og Kristín Ástgeirsdóttir sem hreyfðu andmælum við áformum ríkisstjórnarinnar um Schengen.

Elías Halldór Ágústsson, 7.9.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, veistu hvað rasismi er?

En með Schengen, það voru nú fleiri á móti. Sjálfur hef ég efasemdir um Schengen nú, en pældi ekkert í því máli þá, skal viðurkenna það.

Snorri Bergz, 8.9.2008 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband