Sættir í sjónmáli

Ja, nú þykir mér týra.

Armenar taka á móti Tyrkjum á hinum póítíska vettvangi (og löndin voru víst að keppa í gærkvöldi í fótbolta, í undankeppni HM).

Ég sem hélt að Armenar fyrirlíti Tyrki vegna fjöldamorðanna miklu og allsherjarofsókna á Armenum, á yfirráðasvæði Tyrkja, um og við upphaf 20. aldar.

En ef þessar þjóðir geta rætt hvor annarri sáttahönd, er spurning hvenær Bergz og Panda sættast? Úff. Smile

En í þessu samhengi má nefna, að nokkrir "Armeningar" komu hingað á þessum tíma til að sníkja peninga. Held ég hafi bloggað um þetta fyrir nokkrum vikum eða mánuðum síðan.

En gaman að sjá forna fjendur sættast. En áður en það gerist held ég að Tyrkir þurfi að viðurkenna afbrot sín hið forna. Það ætti að vera í lagi, þar eð hundrað ár eru liðin. En að vísu hafa Tyrkir alltaf neitað sök og setja upp sakleysissvip uns þeir verða rauðir í framan.

En það gagnast ekkert. Gögnin gefa ekki tilefni til slikrar söguskoðunar.


mbl.is Tyrkir og Armenar vilja sættast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband