Gullöldin liðin?

Bæði landslið Íslendinga og Norðmenna mega mun sinn fífil fegurri. Áður fyrr áttu báðar þjóðir leikmenn í fremstu röð. Bæði landslið áttu stjörnur.

Nú eru bæði lið uppfull af meðalmönnum, með e.t.v. 1-2 "stjörnum". En stjörnur vinna ekki alltaf leiki, heldur liðið eða liðsheildin.

Þess vegna eru landslið beggja þjóða svona léleg...í víðara samhengi.


mbl.is Stöngin bjargaði Norðmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég fékk skilaboð sem ég svaraði að sjálfsögðu strax. það var nú gott að stöngin bjargaði Norðmönnum þó ég viti ekki hvaða stöng það var.

Ég les greinilega að þú ert að tala um einhverja íþrótt. geturðu nokkuð frætt mig á í hvað grein þessi keppni var? Mér datt strax í hug stangarstökk, enn mundi svo eftir að stengur eru bæði í fótbolta og handbolta. Svo geta stengur verið í alls konar íþróttum þó ég viti ekki af þeim.

Ég er sammála þér í að öll landslið eru léleg, og ég vil bæta við, hundleiðinleg..

Óskar Arnórsson, 7.9.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe. Já sá svarið. Takk.

Fótboltinn, já, hann getur stundum verið leiðinlegur! En gaman að stríða Norðmönnunum svona, bræðraþjóð okkar í austri.

En ég hefði frekar vilja sjá slána bjarga Norðmönnum, t.d. einn slána sem ég þekki og býr í Hafnarfirði.

Snorri Bergz, 7.9.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, það er engin hemja að vera að rífast um bolta á leikvelli. Aldrei skilið af hverju þeir geti ekki bara sæst, og hjálpað hvor öðrum að koma tuðrunni í markið...

...ég þekki líka svona slána. Íslendingur sem býr í Svíþjóð..hann gæti kannski bjargað einhverjum frá íþróttum..hvaða íþrótt sem er..

Óskar Arnórsson, 7.9.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband