Er umhverfisráðherra ekki í röngum flokki?

Ég sé ekki betur en að hún eigi bara að hunskast heim í VG, þar sem fólk með sömu skoðanir dvelur og týnir fjallagrösin sín.
mbl.is Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Disraeli sagði forðum: "A Party is an organized opinion".

Fólk safnast saman í stjórnmálaflokka eftir skoðunum sínum. Auðvitað eru menn ekki sammála um alla hluti, en svona c.a. í meginatriðum.

Ég fæ ekki betur séð en að sannfæring Þórunnar eigi betur heima í einhverjum öðrum flokki.

En Þórunn var ekki kosin á þing á eigin lista, heldur á lista flokks, sem borgaði undir hana kosningabaráttuna. Ef hún tekur að sér ráðherradóm er e.t.v. lágmark að kynna sér stefnuskrá ríkisstjórnarinnar.

Hún talar þarna í eigin nafni, en orð ráðherra vega þyngra en orð mín og orð þín.

Hún var semsagt að boða þarna stefnuskrá VG...hún er ekki ráðherra á hans vegum. Og ef hún er ekki sammála stefnuskrá eigin flokks...heldur annars...á hún að fylgja sannfæringu sinni og skipta um flokk.

Ég segi því: "Jú, ráðherrar eiga að hafa snefil af sjálfstæðri hugsun og ekki fylgja flokknum eins og kindur."

En þeir eiga ekki að plata kjósendur og verða jafnframt að taka tillit til þeirrar stefnu sem hún hefur gengist undir.

Rétt eins og fótboltamaður í liði hefur þá stefnu að tryggja liði sínu sigur, en ef hann tæki þá sjálfstæðu ákvörðun, með sjálfstæðri hugsun, að reyna að skora í eigið mark, ætti að skipta honum út af.

Snorri Bergz, 6.9.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Snorri Bergz

Málið er, að Þórunn kemur þarna fram. Ég efast um að þetta hafi verið rætt, hvorki í þingflokki Samfó né ríkisstjórn. Og að segja, að þetta komi ekki til greina - þvert nei - er ekki stefna Samfó. Samfó ku vilja skoða hvert mál fyrir sig, sbr. það sem Össur er að segja, en ekki bara hafna algjörlega öllu slíku, eins og VG gerir.

Því segi ég, að Þórunn sé í röngum flokki. En taki Samfó afstöðu sem samræmist skoðunum hennar í þessu viðtali, þá standa málin öðru vísi.

En hún ryðst þarna fram og boðar stefnu VG án þess að ræða vð hvorki kóng né drottningu.

Sóló-leikur, eins og ráðherrar Samfó hafa því miður verið iðnir við að leika. En þeir eru ekki einir í heiminum.

Snorri Bergz, 6.9.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert sem sagt einn að þessum skammsýnu bjálfum sem vilja virkja virkja virkja virkja og virkja þar til allt er búið og náttúran farin líka... það eru fáir ferðamenn sem hafa áhuga á að skoða uppistöðulón virkjana og manngerða malarhauga.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.9.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Snorri, er hún ekki eini ráðherrann sem reynir að framfylgja Fagra Íslandi? Eiga ekki hinir ráðherrarnir að fara yfir í xBé?

Villi Asgeirsson, 7.9.2008 kl. 05:28

5 Smámynd: Snorri Bergz

Jón Ingi: Ja, en ferðamenn koma þá á svæðin. Það fóru engir austur til Kárahnjúka áður, nú streyma þeir á staðinn. En ef þú getur ekki rætt málin án þess að vera með dónaskap og uppnefni, er málstaðurinn greinilega ekki góður.

Eða þá að þú eigir í einhverjum vandræðum þessa dagana og oft áður.

Er ég bjálfi bara af því að vera á andstæðri skoðun? Er þetta ekki svoldið heimskulegur hugsunarháttur?


Villi: Fagra Ísland var bara kosningaplakat sem átti að reyna að hrifsa fylgi frá VG. Kannski hefur gleymst að segja Þórunni það.

En vel ályktað. Ég held að Össur eigi heima í Frjálslynda hægri flokknum, en hinir í Samfó ættu að fara í Framsókn.

Snorri Bergz, 7.9.2008 kl. 06:42

6 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég er sammála þér Snorri.
Svo er nú ekkert verið að eyðileggja náttúruna, en hins vegar geta mun fleiri fengið að njóta hennar vegna bætts aðgengis og meirihluti fólks hefur gaman að því að skoða mannvirki, ekki síður en náttúruna.

Málflutningur Jóns Inga Cæsarssonar er dæmigerður fyrir mann sem kominn er í þrot..... uppnefnir menn og  er dónalegur.

Stefán Stefánsson, 7.9.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband