Á að handtaka Osama bin Laden?

Æ, ég hef nú eiginlega þá skoðun, að Bandaríkjamenn vilji ekki handtaka bin Laden. Þeir hafa haft fjölmörg tækifæri til þess.

Ég meina, ég gæti látið handtaka bin Laden á nokkrum vikum hefði ég full völd yfir her og öðru batteríi Bandaríkjanna. Það vantar bara pólítískan vilja til aðgerða.

Mig grunar að það henti Bandaríkjamönnum betur að hafa "grýluna" þarna úti, s.s. til að réttlæta það að halda áfram báráttunni gegn hryðjuverkum með meðfylgjandi brotum á eðlilegum mannréttindum fólks, bæði heima og erlendis.

Ef bin Laden yrði handtekinn gæti Pandóruboxið opnast og alls konar óþverri komið upp. Og það gæti jafnframt haft þær afleiðingar, að hinn íslamski heimur myndi springa og staða heimsmála versna jafnvel enn frekar.

En hvað veit ég? Ég hef, ólíkt bin Laden, setið í bandarísku fangelsi vegna grunsemda um hryðjuverkastarfsemi.


mbl.is McCain segist vita hvernig handsama megi bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg 100% sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fyrrverandi skákmöppet?? Ertu hættur að tefla?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Fasistarnir fyrir vestan hefðu betur haldið þér lengur til að forða okkur frá þínum blogghryðjuverkum. Sennilega hafa þeir þó gefist upp á þér á endanum. Þú hefur nú komið í heimsókn til mín. Ekki stoppaðir þú lengi við og ekki vildir þú þiggja glas með mér enda gagnslaus til drykkju. Það var nú kannski fyrir bestu því Framsóknarfnykinn tók dágóða stund að ræsta út.

Fussumsvei.

Sigurður Sigurðsson, 4.9.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband