Var Pólland í Sovétríkjunum?

"Svo gæti farið að Lettland, Eistland og Litháen og önnur fyrrverandi sovétríki, þar á meðal Pólland, dragi sig úr Eurovision sem fram fer í Moskvu á næsta ári. Ástæðan er framganga Rússlandshers í Georgíu."

Ég er kannski farinn að kalka, en ég man ekki eftir að Pólland hafi nokkru sinni tilheyrt Sovétríkjunum, þó landið hafi verið undir hæl Kremlarfursta frá seinni heimsstyrjöld og tilheyrt Rússlandi að hluta fyrir byltinguna. 

En auðvitað eiga ríki bara að sniðganga Evróvision í Moskvu. Helst sem flest A-Evrópuríki!


mbl.is Eurovision í Moskvu í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband