Sarah Palin verður varaforsetaefni McCains

palin_sarahJæja, hún er þó amk flottari en Biden. Reyndar held ég að þarna fari flottasti varaforsetakandidatinn í sögu Bandaríkjanna.

Ég veit ekkert um hana, annað en að hún er ríkisstjóri Alaska, en mun héreftir styðja McCain heilshugar. Ég vil frekar sjá svona varaforseta í fjölmiðlum út og suður en enn einn sköllótta karlfauskinn.

Treysti því jafnframt að Sóley og aðrir femínistar á Íslandi muni nú lýsa yfir stuðningi við McCain, ekki síst þar sem hún er fimm barna móðir.


mbl.is Varaforsetaefni McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Ég stórefast um að femínistar verði hrifnir af henni þar sem henni er meira umhugað um fóstur heldur en þá sem þegar eru fæddir.  Hún er mjög á móti fóstureyðingum, en styður dauðarefsingu.  Ef það er ekki hræsni þá veit ég ekki hvað það er.  Að auki er hún á lífstíðarmeðlimur í NRA.

Á móti er Clinton pro-choice, og vildi láta breyta 2. viðaukanum í stjórnarskránni til að draga úr byssueign Ameríkana. 

Ég vona að Clinton stuðningsfólkið fari ekki að snúa sér að McCain bara vegna þess að hann valdi konu sem varaforsetaefni.  Það myndi aðeins sýna að fólk kysi eftir útliti en ekki stefnuskrá.

Rebekka, 29.8.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, hvers vegna kjósa menn þá Samfylkinguna? Varla eftir stefnuskrá...og varla útliti heldur.

Flestir kjósa það sem þeir eru vanir.

Snorri Bergz, 29.8.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband