Ástin ljúfa

Jæja gott að Ásdís sé enn með forgangsatriðin á hreinu.

En þetta verður bara ágætt. Í fyrsta lagi er Garðar að fara til miklu stærra og öflugra liðs en áður; það er virkilega munur á CSKA og Norrköping, svona svipað eins og Toyota og Trabant.

Í öðru lagi er miklu betra að búa í Búlgaríu en í Svíþjóð. Reyndar er betra að búa í flestum löndum en  Svíþjóð.


Beggi frændi var að segja í gærkvöldi, núkominn úr árslöngu námi í Svíþjóð, að hann muni varla bíða mikinn skaða af dvöldinni, enda hafi hann bara verið eitt ár í Svíþjóð. En Siggi Palli hafa verið í 2 ár í náminu í Svíþjóð og sjáist greinilega að hann hafi stórskemmst af dvölinni: "Hann byrjaði á því að ganga í KR". Það eitt og sér er næg sönnun.

Og Beggi frændi veit hvað hann syngur.


mbl.is Ásdís Rán tjáir eiginmanni sínum ást sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Ef þú hefðir þekkt t.d. ákveðna Torfa og Sævar bæði fyrir og eftir Svíþjóðardvölina myndurðu varla þora að halda þessu fram. 

Snorri Bergz, 26.8.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband