Flugslys

Nú eru flugslys orðin nær daglegur viðburður í fréttum. Stundum fer betur en á horfist, eins og í þessu tilviki, en stundum farast margir, eins og nýlega á Spáni og í Kirgístan.

Eg veit ekki hvað gerðist hjá Ed Robertson, en í hinum tilvikunum, sem ég nefni hér, voru gamlar og illa viðhaldnar flugvélar á lofti með fjölda farþega innanborðs.

En jafnvel flugvélar, sem ku vera viðhaldið mjög vel, s.s. hinar nýlegu flugvélar Icelandair, hafa verið að lenda í vandræðum.

Ef sama fer fram sem horfir er von á stóru og slæmu slysi.

Ég var ungur að árum þegar flugslysið mikla varð á Sri Lanka. Það snerti mig óbeint því einn þeirra sem létust bjó í næsta húsi (ef ég man rétt) á Bergþórugötunni. Síðan þá hefur maður hrokkið við þegar minnst er á flugslys og í hvert skipti reikar hugurinn aftur til þessa slyss, sem snerti mann þó aðeins mjög lítið á undómsárunum.

En vonandi fara öldur að lægja og flugslysunum að fækka enn á ný.

 


mbl.is Söngvari lifir af flugslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

 Já ég var einmitt að velta þessu fyrir mér þegar ég sá þessa frétt, nær daglega heyrir maður af flugslysum. Sem betur fer er ég nú ekki flughræddur og nýt þess að sitja í flugvélum.

 En ég er einnig mjög sáttur við að þetta var ekki svanasöngur þessa ágæta söngvara. 

Stefán Þór Steindórsson, 26.8.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Ögmundur

1) Hvaðan hefur þú það að Icelandair sé með nýlegar flugvélar? Elstu vélar Icelandair eru frá 1990.

2) Hvernig veist þú að viðhaldið hjá Spanair hafi verið slæmt? Félagið er með starfsleyfi, sem þýðir það að viðhald þeirra hafi uppfyllt ákveðnar lágmarks kröfur.

Mér sýnist þessi færsla hjá þér bara vera bull og vitleysa.

Ögmundur, 26.8.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Snorri Bergz

Ögmundur.

Nýlega sá ég frétt þess efnis, að Icelandair sé með yngsta flugflota evrópskra flugfélaga.

Það var í fréttum, að viðhaldi hjá Spanair hafi ekki alveg verið eins og best væri kosið, talað við flugvirkja eða einhvern viðgerðarkall meas.

Mér sýnist þú vera eitthvað illa fyrir kallaður í dag.

Snorri Bergz, 26.8.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband