Nú pöntum við flugeldasýningu í Kína

En í stað þess að sprengja Kínverja, má sprengja nokkra Frakka.

Jæja, klukkan er 05:45 og minn er vaknaður. Kaffið rennur niður í könnunni, en ég er þegar kominn með nýmalað kaffi úr "kaffivélinni". Ég verð því vonandi vaknaður almennilega þegar leikur Íslendinga og Frakka byrjar.

En nú er spennan a verða óbærileg. Staðan er 6-6 í leik Króata og Spánverja. Ok Balic að eiga flotta sendingu, 7-6 fyrir Króata.  8-6 hraðaupphlaup. Gott. Áfram Króatía. Jarða þessu spænsku hrokagikki og Spánverjarnir eru jafnframt manni undir. Og Króatarnir vinna boltann, en missann út af.

Og ég horfi á þessa vitleysu, ussuss. Er jafnframt að hlusta á viðtal við einn af snillingum Google, Matt Cutts. Alltaf gott að rifja upp fræðin.

En spennan magnast. Nú væri snilld að fá góða flugeldasýningu í Kína. Áfram Ísland.

ÁFRAM ÍSLANDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDD


mbl.is Flugeldasýning á sundunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Kl. 08:50 hér í Kaupinháfn og mér líst vel á Spánverjana.  Eru að valta yfir Króatana, sem segir okkur líka hve stórkostlegur sigur okkar var í undanúrslitunum. 

Guðmundur Björn, 24.8.2008 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband