Fitubollufasismi?

Svo sem allt í lagi, þannig séð, að láta fitubollur borga aukalega í sjúkratryggingar.

En hvernig á að skilgreina "fitubollu" í landi þar sem helmingur íbúanna er með hamborgararass?

Hvað þá í Suðurríkjunum, þar sem offita er úbreiddust í heiminum?

En hvað kemur næst?

  • reykingamenn borga aukalega í sjúkratryggingu
  • drykkjumenn borga aukalega í sjúkratryggingu
  • fólk með sjúkrasögu borgar aukalega ....
  • fólk yfir 40 ára aldri borgar aukalega...
  • fólk með ung börn borgar aukalega vegna veikindadaga barna og "smithættu"
  • innflytjendur borgi aukalega, því þeir gætu borið með sér "sofandi" smit frá heimaslóðum


Þetta er svosem réttlætanlegt þegar í hlut á fólk sem vill ekki bæta sig...fitubollur sem vita af vandamálinu en hakka samt í sig þrjá Big Mac í hádeginu með 2 stórum skömmtum af frönskum.

Hef meiri samúð með hinum flokkunum...þar er oft erfiðara við að eiga, þó matarfíkn sé vissulega til og geti verið vandamál.


mbl.is Bollurnar borgi eða grenni sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Er ekki munur á að vera feitur og þungur?  Menn geta verið akfeitir en samt undir 90 kg.  Hægt er að vera "fitt" en 120 kg.  Er t.d. Magnús Ver feitur, eða bara stór og mikill??

Guðmundur Björn, 23.8.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, Magnús Ver gæti vel verið c.a. 60 kílóum yfir "kjörþyngd". Kjörþyngd er eitt heimskulegasta uppátæki heilbrigðisvísindanna.

Gamla sagan t.d. með stórbeinóttur og allt það. En miklu nær er að miða við fituhlutfall eða eitthvað svoleiðis.

Ég er t.d. með breiðar axlir, massívan "kassa" og einstaka vöðvabúnt á völdum stöðum. Ég er samt með (sem betur fer minnkandi) björgunarhring. Ég gæti vel talist feitur, sér í lagi í samanburði við Eþíópíumenn og fimleikastráka, en væri álitinn í grennri kantinum í Alabama.

Það að vera "fitubolla" í Alabama merkir vísast að vera (vel) yfir 150 kíló. "Friends-Sex in the City mentalitetið" (menn skilgreindir "feitir" við það að vera 2 kg yfir kjörþyngd) er samt hættulegt fordæmi - man einhver eftir "fitubollu" í Friends-þáttunum, þar sem góða fólkið var yfirleitt hvítt á húðlit af rótgrónum "bandarískum" ættum, vera í grennra lagi, ganga með smokka í vasanum osfrv.

Hver man eftir feitum aðila í þáttunum?

Samt er yfir 50% Kana "feitt".

Æ, bara smá pælingar. 

Snorri Bergz, 23.8.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Snorri Bergz

Ég túlkaði þetta svo, að þetta væri AUKA trygging, ofan á hina venjulegu tryggingu.

Þannig að "áhættuhóparnir" greiði ekki aðeins meira fyrir tryggingar, heldur greiði aukagjald til viðbótar.

En kannski var ég að lesa þetta vitlaust.

Snorri Bergz, 23.8.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Marilyn

Monica var "success" - þeas. fyrrverandi feit. HEld að það hafi verið eina feita manneskjan... fyrir utan húsvörðinn hr. Trieger... já ég viðurkenni að ég er friends-nörd.

En þeir reikna þetta út frá body-mass-index (BMI) sem þið gætum m.a. flett upp á doktor.is. Þar er gefinn upp stuðull sem miðast við hæð, aldur og þyngd en sérstaklega er tekið fram að hann virkar ekki fyrir vaxtaræktarfólk. BMI stuðullinn á að vera 20-25 minnir mig - það telst normal fyrir normal fólk og ég held að bilið sé hátt í 20 kg sem maður hefur, ég má t.d. vera léttust 59 kg og mest 79 minnir mig. 

Annars finnst mér BMI oft vera mikil vitleysa og geta virkar hvetjandi fyrir megrunarþráhyggjur. Ég er ágæt í þessum efstu mörkum sem ég má vera án þess að teljast of feit (75 kg) en ef ég væri 59 kg myndu eflaust margir vilja leggja mig inn á sjúkrahús.  

Hvað kjörþyngd varðar þá er hún einmitt KJÖR-þyngd og sú þyngd sem maður kýs sér. Magnús Ver í keppnisformi væri því aldrei yfir kjörþyngd þar sem hann hefur kosið sér sína þyngd, vaxtaræktarmenn hafa þann undarlega ávana að vilja vera mjög þungir. EF maður er hins vegar í þyngd sem maður vill ekki vera í þá er maður ekki í kjörþyngd. 

Marilyn, 23.8.2008 kl. 20:37

5 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, Monica var látin grenna sig. Hún var óhamingjusöm svona feit og þegar Chandler kallaði hana feita, fór hún í þessa rosalegu megrun.

Og Treager var húsvörður. Ef þú ert feitur geturðu ekki náð árangri í lífinu og verður einn, einmana húsvörður.

Síðan kom Brad Pitt í gestahlutverk líka; hann var sömuleiðis ÁÐUR feitur og óhamingjusamur, kúgaður af granna fólkinu og beittur einelti, en var nú orðinn grannur, hamingjusamur og "flottur".

Enda hafði Rachel aldrei tekið eftir honum áður...en tók samstundis eftir honum núna og "grrrr, namminammi, voffvoff".

Hvað sáumst margir hamingjusamir einstakingar í t.d. Sex and the City? Þú "færð það" ekki ef þú ert feitur og ljótur...nema í besta falli með öðrum "fat geeks"

En góður punktur þetta með kjörþyngdina.

Snorri Bergz, 23.8.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Marilyn

Góð bókmenntafræðileg greining á feitu fólki í sjónvarpsþáttum og nokkuð raunsönn held ég. haha og svo segi ég að ég sé friends-nörd, þá ert þú bara  með þetta allt upp á 10.

Marilyn, 24.8.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband