Góður strákur

Ég las greinina alla í Mogganum í morgun. Þetta er alvöru karakter, ungur maður sem hefur harðnað í stormum sinna tíða.

Gaman að fá svona mini-bio um leikmenn, þá sér maður þá í nýju og e.t.v. réttara ljósi.

En það kæmi varla á óvart ef hann loki markinu gegn Frökkunum. Hann virðist hafa hausinn í lagi og það er yfirleitt fyrsta skrefið í því að ná árangri á þessu sviði eins og flestum öðrum.

Þó það sé talið óæskilegt t.d. í stjórnmálum, er bæði góður karakter og hagkvæm reynsla í aðstæðum þegar stormar blása til að gera fólk hæfara. Ekki skemmir fyrir að hafa lesið allt sem hægt er að lesa um handboltamarkvörslu og notið leiðsagnar Hellströms.

Ég hef fulla trú á að þessi fulltrúi FRAM í landsliðinu muni verða hetjan okkar í fyrramálið.

 


mbl.is Handboltinn bjargaði honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ójá það hef ég svo sannarlega líka

Solla Guðjóns, 23.8.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband