Svik Rússa: herinn enn í Georgíu

Jæja, þeir sem hafa hamast mest hér á blogginu um heilindi Rússa og óheilindi og gyðingasamsæri Georgíumanna hljóta að sitja hljóðir um þessar mundir.

Rússar létu hluta íbúa S-Ossetíu og Abkhazíu fá rússnesk vegabréf fyrir ekki svo löngu síðan. Og núna réðust þeir inn fyrir viðurkennd landamæri Georgíu til að vernda sömu borgara og sitja þar enn, jafnvel á þeim hluta sem ekki er deilt um (en er olíu- og gasleiðslulega mikilvægur).

Hvað myndi verða ef t.d. Pólverjar myndu ráðast inn í Ísland til að vernda pólska borgara á Íslandi fyrir aðhlægi í kjölfar sigurs Íslands og Póllands í handboltanum.

Eða ef t.d. Danir myndu láta alla íbúa Grafarvogs fá dönsk vegabréf og ráðast inn í Ísland til að verja þessa þegna sína gegn vondum Íslendingum sem væru vísast í samsæri með Svíum.

Jú, sósíalistarnir myndu vísast styðja sjálfstæðisbaráttu Grafarvogsbúa.

En S-Ossetíumenn virðist ekki vilja sjálfstæði, heldur sameinast öðru héraði, sem er í Rússlandi. Svo ekki er um að ræða sjálfstæðisbaráttu, heldur samasem Súdeta-ÞJóðverjar 1938. Ef þessir menn vilja búa í Rússlandi geta þeir bara flutt þangað - enda hafa þeir rússnesk vegabréf!


mbl.is Lítið fararsnið á Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Denis Potapcik

"Hvað myndi verða ef t.d. Pólverjar myndu ráðast inn í Ísland til að vernda pólska borgara á Íslandi fyrir aðhlægi í kjölfar sigurs Íslands og Póllands í handboltanum."

Handbolti og dauði, þetta dæmi er illa valið. Ef Georgíu sprengja kæmi inn um glugga hjá mer og drepa alla fjölskylduna mína og nágranna kl 1 um nóttina, mundi ég þakka Rússum fyrir heyra aðeins í sér og ganga úr skugga að það kæmi ekki fyrir aftur.  Ég horfi mikið á Rússneskar fréttastöðvar ásamt CNN og sé að Íslendingar geta aðeins séð þau hlið sem stjórnvöld Bandaríkjana telja vera rétt.

Denis Potapcik, 18.8.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ok, kannski ekki gott dæmi með Pólverja og handbolta, enda sett upp meira í gríni.

En ´þú horfir mikið á rússneskar stöðvar sem eru allar vísast undir hælnum á Pútín og co. Hefur það engin áhrif á viðhorf þín.

Staðreyndin er, að Rússar réðust inn í sjálfstætt ríki til að "redda" fólki sem þeir höfðu skömmu áður skaffað rússnesk vegabréf.

Jafnframt sækja Rússar fram langt umfram þessi umdeildu héruð, heldur inn í Georgíu sjálfa, en það væri óþarfi ef markmiðið var aðeins það að verja "Rússa" í S-Ossetíu.

Málið er ekki flóknara en það.

Snorri Bergz, 18.8.2008 kl. 21:04

3 Smámynd: Snorri Bergz

Um Denis:

"

Höfundur hefur læst bloggi

Höfundur hefur læst bloggi sínu með lykilorði. "

Ergo: feik bloggari á ferðinni. Ómarktækir í umræðunni.

Snorri Bergz, 18.8.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband