Pulsa

Jæja, jafnspil hjá Man Utd og Newcastle. Ég vil helst ekki tala um jafntefli, því liðin voru að spila fótbolta en ekki að tefla saman.


Nú, en á skákslangri er orðið "pulsa" notað yfir jafntefli, dregið úr dönsku, "remispölse" (með dönsku o-i með striki). Upprunaleg merking er óljós, en vísast stóð það fyrir jafnteflissinnaða skákmenn.

Síðan var þetta stytt í "pulsa", sem nú er alþekkt slangur yfir jafntefli á meðal skákmanna. Því er nú komið á framfæri hér yfir "jafnspil" líka.

En gott hjá Man utd að ná jafnspili við Newcastle á heimavelli.


mbl.is Manchester United og Newcastle skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband