Kalda stríðinu er enn ekki lokið

A.mk. ekki hér á Íslandi. Á friðarvefnum hamast menn gegn Könum fyrir að setja upp varnareldflaugar í Póllandi. Sósíalistar sumir sem ég hef heyrt í styðja framgöngu Rússa í Georgíu, þeir fáu sem vilja ræða það mál eitthvað.

I mínum huga er það dálítið skrítið, að framferði Rússa sé engin ógn við frið, heldur aðeins uppsetning varnarflauga í Póllandi.

Rússaþjónkun amk sumra sósíalista lauk ekki með falli Sovét og hruni kommúnismans. Nú dýrka þeir greinilega fasismann í Rússlandi.

Æ hvað lífið er stundum skrítið.


mbl.is Fordæmir aðgerðir Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fasisiminn er í Bandaríkjunum líka, sem er kannski það sem þú átt við að menn sem þú kallar sósíalista séu að gagnrýna. Í því samhengi vil ég benda á að ég hef sjálfur verið harður andstæðingur Bush-stjórnarinnar og hernaðabrölts almennt, þrátt fyrir að vera hægrimaður að hugsjónum. Sömu sögu hef ég einnig að segja af fleirum sem ég þekki til. Ég er enginn aðdáandi Gazprom-klíkunnar heldur, en tel þó að í þessu "stríði" sé verið að beina miklum og markvissum áróðri gegn Rússunum til að sverta ímynd þeirra og réttlæta þannig vestræna íhlutun á Kákasussvæðinu þar sem miklir olíuhagsmunir eru til staðar.

Rússar hafa svosem alveg svarað í sömu mynt og þó harka þeirra hafi eflaust verið talsverð í bardögum, þá hefur líka verið bent á að georgíski herinn hefur leynt og ljóst notið stuðnings CIA/Ísraels & co., Einnig að fréttir um að Georgíumenn hafi ráðist á "friðargæslulið" uppreisnarmanna í S-Ossetíu áður en Rússar sendu sitt eigið herlið af stað, hafa ekki verið bornar til baka sérstaklega. Ef maður veltir þeirri pælingu fyrir sér, ásamt því að á sama tíma hófst mikil liðssöfnun vestrænna flota á Persaflóa, þá gæti svosem tilgangurinn hafa verið sá að koma upp varnarlínu sunnan við Rússana til að torvelda þeim stuðning við Írani. Svo sé kannski planið að byrja að þjarma að Írönum e.t.v. með hafnbanni eða jafnvel árásum á einhver "afmörkuð" skotmörk, sem þeir og Ísraelsmenn eiga eftir að keppast um að réttlæta með því að þar hafi verið leynilegar kjarnorkustöðvar o.þ.h. Tímasetningin samræmd við ólympíuleikannakemur svo í veg fyrir að Kínverjar geti aðhafst mikið alþjóðlega á sama tíma.

Í rauninni tel ég réttast að líta svo á að það sem allir aðilar að þessari deilu segja opinberlega sé véfengjanlegt vegna þess hversu mikla (stundum dulda) hagsmuni þeir eru í raun að verja. En framvindan á atburðarásin þróast hinsvegar eins og kunnulegt handrit, svipað og þegar horft er á leikrit og maður fær á tilfinninguna að hafa séð það áður einhversstaðar...

Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband