Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Lélegt atriði
Æ, já, maður hafði álit á Svandísi, þrátt fyrir allt. En maður gleymdi greinilega hvaða hún kemur.
Svandís var nú í þeim leikhóp sem sprengdi fyrsta meiri hlutann í borginni. Það er greinilega gleymt og grafið. Og sú sprenging hratt af stað þeirri atburðarás, sem náði nýju hámarki í dag.
En hvað átti að gera? 100 daga ruglið hafði enga málefnasamning, hafði mestan áhuga á völdum og meðfylgjandi bitlingum, og var ruglingurinn orðinn svo mikill, að Ólafur F. gekk út. Og það er varla hægt að segja að hann sé neitt verulega afruglaður.
Ruglinu í Fjórflokkaklíkunni var síðan reddað og málum bjargað fyrir horn með samstarfi Ólafs F og Sjálfstæðisflokks. Samstarf D-lista og Framsóknar var ómögulegt vegna persónu Björns Inga, sem hætti fljótlega á eftir og nýr maður, hinn hnífalausi Óskar Bergsson, settist í stól.
Þá var komið færi á að gefa upp á nýtt, ekki síst þar eð Ólafur F. hafði tekið upp einræðishyggju og gleymdi hvað stjórnar"samstarf" merkti. Gjörsamlega óstjórntækur maður, því miður.
En til að bjarga því sem bjargað verður var D og F stjórn eina leiðin, því sósíalistarnir vildu hvorki starfa með D né F, og Framsókn vildi ekki setjast í stjórn með umhverfisöfgamönnu og alls konar liði sem ekki vildi virkja, borgarbúum til hagsælda.
Þetta var nauðsynlegt...en Svandís vælir auðvitað, enda völd og flokksmannabitlingar runnir út í sandinn.
Svandís segir ástandið í borginni snúið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Nú eru Hanna Birna og Óskar komin í eina sæng. Kannski nær þessi stjórn 9 mánaða meðgöngu en tvær síðustu meðgöngur voru frekar stuttar.
Samúðarkveðjur til ykkar að hafa eintóma rugludalla í borgarstjórn.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:26
Það gera greinilega allir allt fyrir völdin, Sveinn. Það hefur sýnt sig.
Snorri Bergz, 15.8.2008 kl. 06:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.