Þetta með dúfurnar

Það ku hafa verið fyrir hundruðum ára, utan við aðsetur páfa á Ítalíu, að engill steig niður og blés lífi í tvær styttur, sem staðið höfðu á aðaltorginu í Róm. Önnur var af karlmanni, hin af konu.

Engillinn sagði, að lífitími þeirra væri hálftími. Síðan yrðu þau aftur að styttum.

Karlinn og konan horfði hvort á annað, rjóð í vöngum og stuttu síðan á bak við runna.

Engill settist á bekk og beið. Skyndilega heyrðust þessa rosalegu stunur og óp, læti og hljóð frá runnanum. Eftir um það bil kortér komu þau fram aftur, rjóðari en áður, dálítið þreytt og móð.

Engillinn sagði þá við þau, að tíminn sé hálfnaður. Þau eigi enn kortér.

"Ok", sagði þá karlmaðurinn við konuna. "Eigum við...?"

"Já", sagði konan. "En nú skal ég halda dúfunni fastri en þú verður þá að skíta á hana".

Allt er gott sem endar vel.


mbl.is Vandræðadúfur í Búdapest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband