Mótsögn?

"Alls var 53 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 1. ágúst til og með 7. ágúst. Heildarveltan var 1775 milljónir króna og meðalupphæð á samning 33,5 milljónir króna. Er þetta talsverður samdráttur frá vikunni á undan þegar 81 samningi var þinglýst á svæðinu en frídagur verslunarmanna var sl. mánudag."

Þannig, að það var í raun aðeins lítilsháttar samdráttur á fasteignaviðskiptum, en einum degi færra.  Það voru nánast jafn margir samningar gerðir á degi hverjum, dagarnir voru bara einum færri en vikuna á undan og menn e.t.v. ekki í stuði til svona viðskipta helþunnir eftir allt fylleríið um verslunarmannahelgina eða einfaldlega í sumarfríi.

Niðurstaðan ætti frekar að vera, að staðan sé samasem óbreytt á milli vikna.

Ætli svona frétt komi 30. des? T.d. stórfrétt: "Hrun í fasteignasölu. Engar sölur dagana 24-26 desember"?


mbl.is Samdráttur í fasteignaviðskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband