Rugludallur

Ég man ekki betur en að hafa séð fréttir þess efnis, að kaupverðið eitt og sér sé ekki helsta vandamálið, heldur hitt, að hann krefjist svo hárra launa að hann myndi þá verða tekjuhæsti leikmaður heims, eða amk á meðal þeirra allra efstu.

Og þetta er leikmaður sem spilaði tvo eða þrjá leiki á EM, en stóð sig aðeins vel í einum þeirra.

One hit wonder getur nú varla farið að setja sig á bekk með snillingum sem hafa átt frábær tímabil mörg ár í röð í sterkustu deildum heims.


mbl.is Arshavin í verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann spilaði tvo mjög góða leiki á EM og svo var hann besti leikmaður Zenit St. Petersbourgh á síðasta tímabili sem að vann rússneksu deildina og varð evrópumeistari félagsliða, en hann fór á kostum í þeirri keppni...

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hann átti einn mjög góðan leik, allt í lagi í öðrum og týndur í þriðja.

En það að vera góður í rússnesku deildinni réttlætir ekki svona kröfur. Hann á eftir að sanna sig í sterkustu deildum Evrópu, þar sem margt er frábrugðið því sem var í Rússlandi (t.d. engin mafía!)

Snorri Bergz, 7.8.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband