Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Vefauglýsingar - bloggið mitt í boði Glitnis?
Ég fór að velta því fyrir mér áðan, af hverju þessi bloggómynd mín skuli ekki aðeins skora vel á Moggablogginu, heldur koma ofarlega á lista á www.google.is og öðrum leitarvélum fyrir allskonar keywords sem ég hef með einhverju hætti troðið þarna inn, t.d. með heiti pistla, osfrv.
Ég setti því bloggsíðuna mína í ákveðið forrit sem ég nota í vinnunni og kíkti á hvaða keywords ég væri eiginlega með á hvala.blog.is, og voila.
ÆÆ, ég gleymdi víst að highlighta neðsta orðið, sem er Glitnir. Glitnir er semsagt automatískt skráð "keyword" á bloggsíðunni minni. Ok, ég veit að ég er með Nova-auglýsingu til hægri á blogginu, og er mér nokk sama um það. En ég er ekki sérlega sáttur við að það sé verið að troða einhverju svona inn í kódann hjá mér, án þess að maður viti.
Fyrir þá, sem ekki vita, er eitt af mestu trikkunum í "leitarvélabestun" (SEO) að fá t.d. Google til að birta vefsíðu þína á fyrsta SERPanum (Search Engine Rank Page - fyrstu niðurstöðusíðu). Eitt grundvallaratriði þess er að hafa nógu marga linka sem vísa á þig, og þá er betra að hafa magn en gæði, þ.e. ein vinsæl síða (sem sjálf fær marga linka á sig) er betri "heimild" um gæði síðunnar og traustleika en t.d. 10 lélegar síður, sem hvorki hafa linka á sig né marga gesti.
Og hér sit ég, í fjórða sæti á vinsældarlista Moggabloggsins og er því "góð heimild" skv. fræðum SEO, ekki síst þar sem ég "uppfæri" oft og hef margvísleg efnisatriði á síðunni.
Og síðan er þaað "description" bloggsins mín. Það er ekki "hvala" eða "Snorri Bergz", heldur "eða Glitnir"
Því spyr ég, er Moggabloggið að selja þessa "leyndu" auglýsingu til Glitnis? þ.e. er Glitnir að borga Mbl.is fyrir að láta síðuna mína linka á fyrirtækið eða vekja athygli á því með öðrum hætti (án minnar vitundar)?
Bara svona rétt að velta þessu fyrir mér. Gaman væri að fá svör frá Mogganum...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.