Laugardagur, 2. ágúst 2008
James Bond -- don Hrannari "svarað"
Fyrir helgi skoraði ég á don Hrannar de la Breiðholt að koma með einkunnagjöf á Bond-myndirnar og skyldi ég svara í sömu mynt. Hrannar er nú búinn að koma sínu fram á ritvöllinn og fylgi ég á eftir (bæti einkunnum aftan á).
Ég held Microsoft Access fæl yfir myndir og svoleiðis sem ég á, og gef þeim meas einkunn, frá 1-5 stjörnur. Einkunnagjöf mín er tekin þaðan. Ég virðist nokkuð sammála Hrannari, en þó ekki alltaf. Einu breytingarnar eru, að ég tek hálfan frá eða bæti við, enda notaði ég ekki hálfleik í einkunnagjöf minni.
Ég er sammála Hrannari með, að mynd Lazenbys er góð. Eiginlega er þetta besta myndin, sem slík, að mínu mati. En Lazenby hætti strax aftur, ég man ekki lengur af hverju. Ég tel síðan gömlu Casino Royale ekki til Bond mynda. Ég vil ógjarnan svívirða Bond-nafnið með þessari hörmung.
Bestu myndirnar eru, að mínum dómi, On her Majesty's Secret Service, The Man with the Golden Gun, Goldfinger, Casino Royale, Goldeneye og Dr. No. Sú síðastnefnda fær aukaprik fyrir bíkíní-atriðið. Einnig fíla ég The Spy Who Loved Me mjög góð. Einnig er ég hrifinn af You Only Live Twice, en Hrannar fílar hana ekki. En svona eru skoðanir manna skiptar.
Moonraker tel ég mestu þvæluna úr hópi hinna eiginlegu Bond-mynda, en jafnframt er Never Say Never Again (feik-myndin með Connery, ekki gerð með samþykki framleiðenda hinna myndanna) léleg eftirlíking af Thunderbal (sem ég fíla heldur ekki!). Aðeins Barbara Carrera gerir þar einhverjar rósir. Die Another Day fær jafnframt lága einkunn, því hún er full mikil þvæla fyrir minn smekk. Myndin á að gerast að hluta til á íslandi :) einmitt. Eins og menn geti labbað þar inn með vopn og látið eins og greifar....ásamt öllu öðru sem er óraunverulegra en gengur og gerist, þar.
En hvað snertir Bondana, þá finnst mér Pierce Brosnan hafa verið raunverulegasti Bondinn. En síðustu myndir hans liðu fyrir slakan söguþráð. Það þarf varla að taka fram hvaða Bond er "verstur", en ég hef aldei fílað Dalton-bræður.
1. Brosnan
2. Connery
3. Moore
4. Dalton
Lazenby og Craig hafa aðeins eina mynd og því varla hægt að meta þá.
Fleiri mega endilega blandast í þennan hóp...og endilega linka á þessa umræðu.
Bondmynd | Ár | Einkunn Don Hrannars | Aðalleikari | Einkunn SBergz | |
1 | Dr. No | 1962 | *** | Sean Connery | **** |
2 | From Russia with Love | 1963 | ***1/2 | Sean Connery | *** |
3 | Goldfinger | 1964 | **** | Sean Connery | **** |
4 | Thunderball | 1965 | *** | Sean Connery | ** |
5 | You Only Live Twice | 1967 | *1/2 | Sean Connery | ***1/2 |
6 | On Her Majesty's Secret Service | 1969 | ***1/2 | George Lazenby | **** |
7 | Diamonds Are Forever | 1971 | **1/2 | Sean Connery | ** |
8 | Live and Let Die | 1973 | *** | Roger Moore | ** |
9 | The Man with the Golden Gun | 1974 | *** | Roger Moore | **** |
10 | The Spy Who Loved Me | 1977 | *** | Roger Moore | *** 1/2 |
11 | Moonraker | 1979 | *** | Roger Moore | * 1/2 |
12 | For Your Eyes Only | 1981 | *** | Roger Moore | *** |
13 | Octopussy | 1983 | *** | Roger Moore | *** |
14 | A View to a Kill | 1985 | *** | Roger Moore | *** |
15 | The Living Daylights | 1987 | *** | Timothy Dalton | *** |
16 | Licence to Kill | 1989 | *** | Timothy Dalton | *** |
17 | GoldenEye | 1995 | ***1/2 | Pierce Brosnan | **** |
18 | Tomorrow Never Dies | 1997 | *** | Pierce Brosnan | **1/2 |
19 | The World Is Not Enough | 1999 | **1/2 | Pierce Brosnan | *** |
20 | Die Another Day | 2002 | *** | Pierce Brosnan | ** 1/2 |
21 | Casino Royale | 2006 | **** | Daniel Craig | **** |
! | Never Say Never Again | 1983 | *** | Sean Connery | * |
Athugasemdir
Mér sýnist við reyndar vera bara ósammála um verstu myndina. Ég hafði nefnilega mjög gaman af Moonraker, sem ég hef reyndar ekki séð aftur síðan 1979. Þannig að minnið og æskan gætu eitthvað verið að trufla dómgreindina þar. Gaman að þessu.
Hrannar Baldursson, 2.8.2008 kl. 15:53
Ég á allar Bond myndirnar, keypti þær eina og eina; þær síðustu í safnið (þá) keypti ég í svaðilför á útimarkað í Moskvu 2004.
Ég horfði einmitt á Moonraker nýlega...og var ekki hrifinn. Var í svona Bond stuði eina helgina (ekkert "must" lá fyrir að vinna!), svo ég chillaði með nokkrum Bond. Horfði líka á Japansmyndina sem mér fannst ágæt, að venju. En Connery hafði að vísu lítinn áhuga á að leika í henni svosem, en gaf sig þegar gull og ljósgrænir skógar buðust! En hann er og var pró...lætur ekki svoleiðis smámuni hafa áhrif á sig.
En Never Say Never Again er í mínum huga léleg eftirlíking/endurgerð af Thunderball. Og Connery ekki að meika það. Fyrir þessa mynd set ég hann neðar en Brosnan, sem var "eðlilegri" Bond, þó Connery hafi í sjálfu sér verið betri leikari...
Snorri Bergz, 2.8.2008 kl. 16:18
Ég er ekkert sannfærður um að Connery sé betri leikari en Brosnan. Hefurðu séð Seraphim Falls?
Og atriðið með Úrsúlu er klassískt, en ekki nógu gott til að bæta við stjörnu.
Hrannar Baldursson, 2.8.2008 kl. 16:56
Já, ég sá Seraphim Falls. Mikið rétt. Maður er kannski of vanur að líta á Connery "hástemdum" augum. En Brosnan lék í Mrs. Goldfinger og það eitt og sér dregur hann niður!
Sko, atriðið með Úrsúlu, já gefur plús, en líka það, að þetta var fyrsta myndin og maður er með einhverja glýju. En þessi mynd er e.t.v. sú raunverulegasta af þeim og það gefur henni plús. Þetta var áður en fantasían tók svoldið við og Bond varð óraunverulegur á köflum en það náði hámarki í Moonraker.
En annað; finnst þér ekki margt líkt með Spy Who Loved Me og You Only Live Twice?
Varðandi From Russia With Love, þá er hún líka mjög góð, en fannst KGB/Smersh herfan draga myndina niður. En hún fær mínus hjá mér fyrir þetta fáránlega skákatriði í upphafi myndar.
En Hrannar, veistu hvaða Bond-stelpa kom fyrir í þremur myndum?
Snorri Bergz, 2.8.2008 kl. 17:29
Ég ákvað að kíkja á Dr. No og From Russia With Love í dag. Dr. No hækkar um hálfa stjörnu hjá mér, en From Russia With Love stendur í stað.
Mér fannst þetta skákatriði í From Russia From Love frekar fyndið. Sérstaklega hversu óskáklega mennirnir tefldu - allar réttu klisjurnar. Kannastu við stöðuna sem var á borðinu?
Ég veit ekki hvaða Bond stelpa kom fyrir í tveimur myndum, en ég giska á þessa sem var í Octupussy, Maud Adams, án þess að kíkja á IMDB. (Maður má hafa rangt fyrir sér)
Hrannar Baldursson, 2.8.2008 kl. 21:09
Ég horfði "lauslega" á Dr. No og From Russia With Love í gærdag og gærkvöldi LÍKA! Hehe, great minds think alike?
Maud Adams kom fyrir í ÞREMUR MYNDUM!!
Hún lék ástkonu krimmans, Scaramanga, í "The Man With a Golden Gun" og síðan "Octopussy"sjálfa, í samnefndri kvikmynd.
Síðan kom hún fyrir í "View to a Kill", en var ekki áberandi. Hún bjó þarna í Kaliforniu, þar sem myndin var tekin að hluta og ákvað að kíkja við að gamni. Þegar leikstjórinn / framleiðendur sáu hana, urðu þeir að lauma henni í eitt-tvö smáatriði. Hún sést, en ekki á mjög áberandi hátt.
Ég er mjög hrifinn af Dr. No af ýmsum ástæðum, ekki bara vegna bikini atriðisins og hins, að þetta var fyrsta myndin og því "klassík" og "setur standard" fyrir hinar. Ég gæti nefnt nokkur atriði:
1. Myndin er hrein. Lítið um tæknibrellur og "gadgets".
2. Aðstæður: fallegt landslag, allt tekið nánast á sama stað. Þar er mjög fallegt, sérstaklega á eynni Crab key.
3. Venjulegt fólk leikur í myndinni. Þarna eru ekki 100 atvinnuleikarar, sumir með lítil hlutverk. Venjulegt fólk leikur í myndinni og það gerir hana raunverulega. T.d. er lífshlaup stelpunnar með myndavélina afar merkilegt.
4. Bond er "mannlegur". Hann blæðir hressilega, að sér á honum eftir "illa meðferð", hann sýnir tilfinningar, en er ekki vélmenni sem er það "hot" að allt gengur honum í hag, jafnvel þegar aðstæður eru slæmar, t.d. eins og í myndum Pierce Brosnans.
5. Aukaleikararnir eru "traustvekjandi", þeir eru venjulegar persónur að leika karaktera sem meika sens, en eru ekki of ýktir.
---
Ég hef séð þetta stöðu einhvers staðar, en man ekki hverjir tefldu. Kannski maður fletti henni upp í beisnum!
Snorri Bergz, 3.8.2008 kl. 07:08
Er ég svona mikið Bondnörd að ég vissi þetta með Maud Adams? Ég vissi ekki að ég vissi þetta. Þetta er eins og með sumar stærðfræði- og skákþrautir sem maður bara sér lausnina á en skilur ekki alveg af hverju. Já, það góða við fyrstu Bond myndirnar er einmitt það að hann er ekki ofurhetja.
Hins vegar hefur mér lengi fundist galli á Bond hvað tíminn er afstæður í þessum myndum, en ein mínúta getur tekið fimm mínútur. Þannig séð eru þær ekki alveg raunverulegar, en gaman að þeim samt.
Hrannar Baldursson, 3.8.2008 kl. 10:02
Já, tíminn er oft afstæður í myndum, en jafnan af nauðsyn. T.d. er maður kannski 20 sekúndur að fljúga frá London til New York :)
Helsti galli Bond myndanna er, að mínum dómi, þegar Bond verður "ofurhetja". Þegar hann lifir eitthvað af sem ekki er hægt; gerir eitthvað ómögulegt, osfrv.
Annar galli er, að þær eru ekki heildstæðar. T.d. leikur sami leikarinn "vondan kall" í Sprectre í From Russia with love, en er síðan orðinn yfirmaður KGB skömmu síðar. Jafnframt var fulltrúi MI6 í Japan myrtur í You Only Live Twice, en var orðinn yfirmaður Spectre í Diamonds are Forever.
En samt er góður í mörgu svona "furðulegu". Ef menn líta vel á má sjá sama maninn að drekka vín og líta steinhissa út þegar Bond gerir eitthvað skrítið amk í tveimur myndum sem ég man eftir: Annars vegar að drekka á strönd Sardiníu í "The Spy Who Loved Me", þegar Moore og frú Starr koma keyrandi á sportbílnum upp úr sjónum; hins vegar á torgi í Feneyjum, þegar gondólnn hans Bond fer skyndilega að keyra á þurru landi eins og ekkert sé. Ég hef svoldið gaman að þessu!
En að lokum; gaman að sjá hversu vondu kallarnir eru lélegar skyttur, en þeir skjóta jafnan þannig á Bond á flótta, að kúlur og sprengjur fara nákvæmlega í sömu fjarlægð frá honum, en hitta hann ekki!
Snorri Bergz, 3.8.2008 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.