Er Helgi Seljan orðinn sækó?

"Ég hef áhyggjur af því sem læknir og heilbrigðisstarfsmaður ef fagmennska og heiðarleg vinnubrögð eru ekki hluti af leikreglunum hjá fjölmiðlamönnum eins og Helga.“

Greinilega telur Ólafur að Helgi sé ekki með öllum mjalla. En hvað á að gera við Helga? Ómar sagði forðum, í gríni, skemmtilega vísu um afa hans og nafna, þar sem seinniparturinn var eftirfarandi:

Það er ekki hægt að kaupann, ekki hægt að kveljann
hvað á að gera við Helga, Seljan?

En í þættinum var Ólafur greinilega á allt annarri bylgjulengd en Helgi. Ég skil í raun báða. Helgi var að reyna að vinna vinnuna sína eins vel og kostur var. Ég get ómögulega metið hvort hann hafi farið yfir strikið eða ekki, hallast þó að því að hann hafi verið amk á strikinu, jafnvel slagað yfir það á stundum.

En Ólafur hefði átt að afgreiða þessa margumræddu spurningu með ítarlegri hætti, en ekki bara segja, að kona þessi væri í stjórnarandstöðu innan borgarstjórnar. Menn þurfa að vita í hverju sú andstaða er fólgin. Þess vegna hélt Helgi áfram að spyrja sömu spurningarinnar.

Ég held þó að Ólafur geti sofið rólegur yfir líðan Helga, þar að auki ætti hann sem minnst að tala um mál sem tengjast slíku. En ljóst er að Helgi Seljan verður blörraður í Spaugstofunni næsta vetur.


mbl.is Ólafur: Boðaður á fölskum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband